Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
592. fundur 12. september 2022 kl. 12:30 - 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson
Fundargerð ritaði: Smári Karlsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067

Dr. Majid Eskafi hafnarverkfræðingur kemur til fundar til að ræða mál tengd skipulagi og innviðum á hafnarsvæðinu á Ísafirði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Dr. Majid fyrir greinargóða kynningu og ljóst að vinna hans mun nýtast bæjaryfirvöldum við skipulagsvinnu á hafnarsvæðum sveitarfélagsins.

Gestir

  • Dr. Majid Eskafi - mæting: 12:30

2.Breiðadalur - smávirkjun neðan Breiðadalsvirkjunar - 2021010046

Lagður fram nýr uppdráttur af deiliskipulagi vegna Breiðadalsvirkjunar í Breiðadal í Önundarfirði. Deiliskipulagstillaga var auglýst í apríl 2022 og bárust tvær athugasemdir sem búið er að taka tillit til í uppfærðum uppdrætti.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að uppfærður uppdráttur feli ekki í sér grundvallarbreytingu sem kallar á nýtt auglýsingarferli deiliskipulags. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu með vísan til 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

3.Reglur um útgáfu stöðuleyfa - 2022070024

Á 588. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. júlí 2022, var lögð fram til samþykktar ný samþykkt Ísafjarðarbæjar um útgáfu stöðuleyfa, unnin af umhverfis- og eignasviði í júní 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt um útgáfu stöðuleyfa.

Var málið lagt fram til samþykktar á 1205. fundi bæjarráðs, þann 18. júlí 2022, í sumarleyfi bæjarstjórnar. Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið frekar og leggja aftur fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til afgreiðslu.

Er málið nú lagt fram á ný til samþykktar, undir heitinu "reglur um útgáfu stöðuleyfa".
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðar reglur um úthlutun stöðuleyfa.

4.Brekka 1 og 2 140625 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2022080019

Guðrún Steinþórsdóttir leggur fram umsókn um byggingarleyfi f.h B12-Brekka ehf. vegna byggingar á tveimur frístundahúsum á jörðinni Brekku.
Jafnframt eru lagðir fram Aðaluppdrættir frá VHÁ Verkfræðistofu ehf. dags. 29.06.2022
Skráning á hönnunarstjóra, byggingarstjóra og pípulagningameistara.
Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið er óskað eftir áliti nefndarinnar. Nú þegar er eitt frístundahús á jörðinni.
Nefndin frestar málinu og óskar eftir uppdrætti sem sýnir afstöðu húsanna.

5.Túngata 5 á Flateyri. Umsókn um byggingarlóð undir bílskúr/geymslu - 2022080017

Guðfinna Hinriksdóttir sækir um lóð við Túngötu 5 á Flateyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarúthlutun við Túngötu 5 á Flateyri til Guðfinnu Hinriksdóttur. skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafa framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

6.Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022 - 2022070005

Á 497. fundi bæjarstjórnar, þann 1. september 2022, voru samþykktar uppfærðar siðareglur kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Eru siðareglurnar nú lagðar fram til kynningar fyrir nefndinni.
Lagt fram til kynningar.

7.Umsókn um lóð við Sundabakka - 2022090020

Lögð fram umsókn Högna Gunnars Péturssonar, f.h. Þryms ehf. dags. 5. september 2022, um 5.000 fermetra lóð við Sundabakka á Ísafirði. Fyrirtækið ráðgerir rekstur bátalyftu og viðgerðarþjónustu á lóðinni.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið. Vegna breytinga á lóðaúthlutunum á Sundabakka er fyrirliggjandi að gera uppfærslu á deiliskipulagi svæðisins og er skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með fulltrúum Þryms og öðrum hagsmunaaðilum.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila endurskoðun á deiliskipulagi Sundabakka.

8.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037

Ísafjarðarbær og ofanflóðasjóður kynna jarðvegsrannsóknir vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ofanflóðavarnir ofan Flateyrar. Áætluð efnisþörf í framkvæmdina er 280 þús. rúmmetrar. Ráðgert er að grafa allt að 26 gryfjur á þremur stöðum og eru gryfjurnar að mestu staðsettar á þegar röskuðum svæðum. Tilgangur rannsóknanna er að finna hentugt efni í framkvæmdina.
Skipulags- og mannvirkjanefnd brýnir fyrir framkvæmdaaðila að gengið verði frá gryfjunum á þann hátt að sjáanlegu raski verði haldið í lágmarki. Tæknideild er falið að fylgja málinu eftir.

9.Holt 141007 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - 2022080018

Gautur Þorsteinsson leggur inn byggingarleyfisumsókn f.h Neyðarlínunnar vegna byggingar á tækjaskýli og mastri með fjarskiptaloftnetum.
Jafnframt er lagður fram aðaluppdráttur frá VBV verkfræðistofu dags. 13.06.2022 ásamt starfsábyrgðartryggingu hönnuðar.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og er því óskað eftir afstöðu nefndarinnar vegna málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur framkvæmdina vera þess eðlis að hún kalli á grenndarkynningu eigenda Holts og Þórustaða.

10.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041

Lögð fram vinnslutillaga fyrir aðalskipulagsbreytingar frá Verkís, fh Landsnets, vegna Mjólkárlínu 2, þ.e. jarð- og sæstrengur í Arnarfirði. Búið að breyta gögnunum miðað við „breytingu“ í stað „óverulegrar breytingar“ skv. athugasemd Skipulagsstofnunar frá 21. júlí s.l.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að hefja málsmeðferð í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Ásýnd miðbæjar - Framkvæmdaáætlun 2021-22 - 2021020051

Lagt fram minnisblað Erlu Bryndísar Kristjánsdóttur, landslagsakriteks hjá Verkís, dags. 25. maí 2022, um ásýnd miðbæjarins á Ísafirði og breytingar á skipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins á Ísafirði frá árinu 1993.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?