Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
589. fundur 09. ágúst 2022 kl. 12:00 - 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Aðalsteinn Egill Traustason aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Smári Karlsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Vegir og skipulag - leiðbeiningar við gerð aðalskipulags - 2022070085

Lagt fram bréf dags. 12. júlí 2022 frá skipulagsdeild Vegagerðarinnar þar sem er minnt á og vísað til leiðbeininga um skilvirkt samráðsferli vegna samgöngumála og umferðaröryggis.
Lagt fram til kynningar.

2.Umsagnarbeiðni - Aðalskipulag Reykhólahrepps - 2017120007

Lagður fram tölvupóstur dags. 11. júlí 2022 þar sem skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps óskar eftir umsögn við tillögu að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Tillagan samanstendur af greinargerð, uppdráttum og umhverfismatsskýrslu.

Óskað er umsagnar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umsögnum skal vinsamlegast skila til skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, Reykhólum eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins: skipulag@dalir.is fyrir 27. ágúst 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034.

3.Laxeldi í Arnarfirði - Arctic Sea Farm - 2016020071

Lögð fram umsagnarbeiðni dags. 12. júlí 2022, frá Jakobi Gunnarssyni hjá Skipulagsstofnun vegna erindis, móttekið 4. júlí 2022 þar sem tilkynnt er notkun ásætuvarna á sjókvíar, á vegum fyrirtækisins Arctic Sea Farm, í Arnarfirði samkvæmt 19. gr. laga nr. 111/2021.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er hér með óskar Skipulagsstofnun eftir umsögnum um ofangreinda framkvæmd.

Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði umsagnaraðili telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.

Tilkynning framkvæmdaraðila er meðfylgjandi.



Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að nægjanlega sé gert grein fyrir framkvæmdinni í framlögðum gögnum framkvæmdaaðila og telur að framkvæmdin kalli ekki á umhverfismat.
Guðmundur vék af fundi undir þessum lið.

4.Dynjandisheiði - Breyting á aðalskipulagi vegna veglagningar - 2021030106

Lagt fram bréf Guðrúnar Láru Sveinsdóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 13. júlí 2022. Í bréfinu er gerð grein fyrir athugun Skipulagsstofnunar á tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna veglagningar um Dynjandisheiði.
Lagt fram til kynningar.

5.Ósk um óverulega breytingu á Aðalskipulagi vegna strenglagna í Arnarfirði - 2022030014

Lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar dags. 21. júlí 2022 eftir yfirferð gagna og málsmeðferðar Ísafjarðarbæjar vegna óska Landsnets um óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga vegna strenglagna yfir Arnarfjörð.

Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að breytingin geti ekki talist óveruleg, heldur sem veruleg breyting á aðalskipulagi skv. 30.-32. gr skipulagslaga.
Lagt fram til kynningar.

6.Ósk um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna jarðhitanýtingar við Laugar í Súgandafirði - 2022030080

Lagður fram uppdráttur ásamt greinargerð, unninn af Verkís ehf. dags. 31. mars 2022 með uppfærslu frá 21. júní 2022 vegna óverulegra breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna borholusvæðis við Laugar í Súgandafirði. Við skipulagsbreytinguna breytist landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði. Viðbætur eru einnig gerðar með ákvæðum fyrir svæði i44 í greinargerð aðalskipulagsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, við Lauga í Súgandafirði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. laga 123/2010.

7.Skrúður í Dýrafirði, verndaráætlun - 2022070011

Lögð fram verndaráætlun að nýju fyrir Ísafjarðarbæ, vegna Skrúðs í Dýrafirði, með tölvupósti sem barst frá Minjastofnun 1. júlí 2022. Óskað er eftir athugasemdum við áætlunina og ekki síður samtali um þær aðgerðir sem lagðar eru til í aðgerðaáætlun. Einskiptisaðgerðir hafa ekki verið útfærðar að fullu enda mikilvægt að Ísafjarðarbær hafi á þeim skoðun og leggi orð í belg varðandi forgangsröðun og framkvæmd þeirra.

Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar Ísafjarðarbæjar.

8.Verndarsvæði í byggð. - 2017100040

Lögð fram tillaga að verndarsvæði í byggð í Neðstakaupstað og gamla bænum á Eyrinni, unnin af Alta ráðgjafaþjónustu í júlí 2022, skv. 4. mgr. 5.gr. laga nr. 87/2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu verndarsvæðis í byggð, skv. 4. mgr. 5.gr. laga nr. 87/2015.

9.Norræna vatnaráðstefnan 2022 - 2022070017

Lagður fram til kynningar, tölvupóstur dags. 23. júní 2022 frá Umhverfisstofnun, um fyrirhugaða Norræna vatnaráðstefnu, sem verður haldin á Hilton Reykjavik Nordica dagana 30. ágúst til 1. september 2022.

Vatnaráðstefnan er samstarfsvettvangur fyrir norræna aðila sem sinna innleiðingu vatnatilskipunar (Water Framework Directive).

Markmið ráðstefnunnar er að deila reynslu og ræða um þær áskoranir sem felast í vatnaáætlun ríkjanna og verndun vatns, en Ísland staðfesti nýverið sína fyrstu vatnaáætlun.

Fyrsti dagur ráðstefnunnar, 30. ágúst, er opinn öllum.
Dagskráin samanstendur af opnum fyrirlestrum og umræðum.
Dagskráin fer fram á ensku.
Þátttakendur geta valið um að mæta á Hilton Reykjavik Nordica eða fylgjast með í streymi.

Seinni tveir dagar ráðstefnunnar eru fyrir sérfræðinga í stjórnsýslu vatnamála.

Dagskrá og skráning á heimasíðu ráðstefnunnar:
nordicwfd2022.vatn.is
Lagt fram til kynningar.

10.Húsnæðis- og skipulagsmál, samgöngu- og byggðamál. Stefnumarkandi áætlanir - 2022080003

Lagður fram tölvupóstur dags. 1. ágúst 2022, frá samráðsgátt, f.h. innviðaráðuneytis þar sem minnt er á umsagnarfrest í máli nr. 131/2022, „Áform um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála“.

Innviðaráðherra áformar að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála. Umsagnarfrestur er liðinn (19.07.2022 til 02.08.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Lagt fram til kynningar.

11.Seljalandsvegur 22, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022070016

Lögð fram umsókn um lóðarleigusamning frá þinglýstum eiganda fasteignarinnar L138555, Seljalandsvegur 22, á Ísafirði, dags. 27. júní 2022. Jafnframt lagt fram mæliblað Tæknisviðs dags. 1. júlí 2022 ásamt drögum að lóðarleigusamningi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Seljalandsveg 22 á Ísafirði, í samræmi við framlagt mæliblað.

12.Ból Ísafjarðarbæ - Umsókn um byggingarheimild vegna geymslubyggingar - 2022070036

Jón Grétar Magnússon leggur fram umsókn um byggingarheilmild f.h. Fjallabóls ehf. vegna geymslubyggingar á einni hæð með millilofti.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá M11 arkitektum dags. 15. júní 2022 ásamt gátlista og skráningartöflu.
Einnig er lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa.
Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið er óskað eftir afstöðu nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á umsókn um byggingarheimild þar sem ekki er til staðar deiliskipulag. Nefndin bendir umsækjanda á að sækja um heimild til gerð deiliskipulags.

13.Laugar í Súgandafirði. Umsókn um stofnun lóðar undir borholuhús - 2022070053

Lögð fram umsókn dags. 8. febrúar 2022, um stofnun lóðar vegna borholuhúss Orkubús Vestfjarða, í landi Ísafjarðarbæjar við Laugar í Súgandafirði. Jafnframt lagt fram hnitsett lóðarblað dags. 4. júlí 2022, unnið af Verkís ehf.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í samræmi við framlagt lóðarblað.

14.Sætún L188966 í Grunnavík. Umsókn um stofnun lóðarinnar Sætún 2 - 2022070018

Lögð fram umsókn dags. 8. febrúar 2022 frá Ármanni Halldórssyni hjá Ríkiseignum þar sem er óskað eftir skiptingu á landareigninni Sætúni í Grunnavík L188966 undir lóð sem fengi staðfangið Sætún 2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar Sætúns 2.

15.Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032 - 2022070086

Lagður fram til kynningar rammasamningur ríkis og sveitarfélaga, dags. 12. júlí 2022, um aukið framboð íbúða og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum.
Lagt fram til kynningar.

16.Strandsvæðaskipulag Vestfjarða - 2018070017

Lögð fram drög að umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar um tillögu að strandsvæðaskipulagi Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að vinna umsögnina áfram.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?