Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
579. fundur 16. mars 2022 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Björgvin Hilmarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Afgreiðslumál.

1.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 10.000 tonn - 2017080006

Skipulagsstofnun með bréfi frá 20. janúar 2022 óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna tilkynningar Arctic Sea Farm, móttekin 17. janúar 2022, um framkvæmd skv. 19. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

Í samræmi við 20. gr. laga nr. 111/2021 er óskað eftir að Ísafjarðarbær gefi umsögn um ofangreinda framkvæmd.
Í umsögninni skal koma fram eftir því sem við á, hvort Ísafjarðarbær telji að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum, mótvægisaðgerðum og vöktun eftir því sem við á. Jafnframt hvort og þá hvaða atriði Ísafjarðarbær telur þurfa að skýra frekar og hvort þau kalli að hans mati á að framkvæmdin fari í umhverfismat að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Jafnframt skal í umsögn gera grein fyrir leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði umsagnaraðila.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu.

2.Breiðadalur - Tengivirki - 2021010004

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi tengivirkis Landsnets hf. í Breiðadal, Önundarfirði, deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð unnin af Erlu B. Kristjánsdóttur, skipulagsráðgjafa hjá Verkís ehf. í október 2021.
Deiliskipulag var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ein ábending barst sem varðaði ekki deiliskipulagið sjálft. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulag tengivirkis í Breiðadal.

3.Landsnet - Ósk um breytingu á Aðalskipulagi vegna strenglagna í Arnarfirði - 2022030014

Lagt fram bréf Erlu Bryndísar Kristjánsdóttur, hjá Verkís, f.h. Landsnets hf., dagsett 3. mars 2022, þar sem óskað er eftir heimild bæjarsjórnar til þess að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, vegna undirbúningsvinnu við 66 kV, jarðstrengs milli Mjólkár og Bíldudals með sæstreng yfir Arnarfjörð. Fyrirhugaður strengur er hluti af stærra verkefni við að styrkja flutningskerfið á sunnanverðum Vestjörðum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Endurskoðun húsnæðisáætlunar 2021 - 2021120009

Lögð fram drög, frá því í febrúar 2022, að húsnæðisáætlun HMS fyrir Ísafjarðarbæ árið 2022.
Kynnt.

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Götulýsing Suðurtangi - 2022030038

Lögð fram umsókn Sveins Lyngmo, f.h. Orkubús Vestfjarða ohf., dags. 28. febrúar 2022, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi vegna lagningar hitaveitulagnar og háspennustrengjar, frá Mjósundi 2 um Njarðarsund, Sundabakka, Ásgeirsgötu, Æðartanga og Suðurtanga. Fylgigögn eru yfirlitsmynd frá Eflu ódagsett ásamt ódagsettum séruppdráttum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis lagningar hitaveitulagnar og háspennustrengjar sbr. umsókn.

6.Brekka á Ingjaldssandi, framkvæmdaleyfisumsókn til að loka skurðum - 2021090060

Einar Bárðarson hjá Votlendissjóðinum, sækir um framkvæmdaleyfi f.h. eigenda Brekku, Ingjaldssandi í Önundarfirði, fyrir endurheimt votlendis með uppfyllingu í skurði. Formleg umsókn barst rafrænt 14. mars 2022 ásamt verkáætlun. Einnig er lagt fram erindisbréf ásamt lofmynd með afmörkun 3ja framkvæmdasvæða, dags. 14. júní 2021 sem barst með tölvupósti 14. September 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir endurheimt votlendis með uppfyllingu í skurði sbr. umsókn.

7.Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga - 2021120016

Kynnt verkefnið,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" er verkefni sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sett á fót með aðstoð umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins til að aðstoða sveitarfélög við að innleiða þessar miklu breytingar. Verkefnið skiptist í þrjá verkefnahluta, sem allir hafa það hlutverk að renna styrkari stoðum undir innleiðingu hringrásarhagkerfið hérlendis.

1. Svæðisáætlanir sveitarfélaga sem verkfæri í ákvarðanatöku

2. Kaup í anda hringrásarhagkerfisins - innkaup í úrgangsstjórnun sveitarfélaga

3. Borgað þegar hent er kerfi heim í hérað





Lagt fram.

8.Dagverðardalur, frístundavæði í aðalskipulagi. Fyrirspurn um íbúðahúsabyggð - 2022020118

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir hjá BÓ arkitektum / Plan 21 ehf., leggur fram fyrirspurn til skipulags- og mannvirkjanefndar um hvort samþykkt yrði að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar varðandi frístundasvæði F16, F17 og F18 þannig að heimilt yrði að breyta húsunum í heilsárshús með sömu ákvæðum og gilda fyrir Í10.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu.

9.Vífilsmýrar L141032, stofnun fasteignar í Önundarfiði - Vífilsmýrarlóð - 2021110039

Þinglýstur eigandi Vífilsmýra sækir um uppskipti lands og stofnun lóðar undir mhl. 02, 03, 04, 05 og 06 skv. undirritaðri umsókn og hnitsettu mæliblaði nýrrar landeignar, frá 27.mars 2021. Nýtt land mun fá staðfangið Vífilsmýrar 2.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila uppskiptingu jarðarinnar Vífilsmýra sbr. umsókn.

10.Fífutunga 4, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2022020116

Lögð fram umsókn frá Halldóri Erni Guðmundssyni og Steinunni Diljá Högnadóttur þar sem sótt er um lóð við Fífutungu 4 á Ísafirði frá 25. febrúar 2022 ásamt mæliblaði Tæknideildar frá mars 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Halldór Örn Guðmundsson og Steinunn Diljá Högnadóttir fái lóðina við Fífutungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

11.Hafnarstræti 25 og 26, Þingeyri. Umsókn um lóðir undir sjósundsaðstöðu - 2022030075

Lögð fram ósk frá Fasteignafélaginu Þingeyri ehf. um að úthluta lóðunum við Hafnarstræti 25 og 26 á Þingeyri skv. umsókn frá 9.mars 2022 til félagsins sem vinnur að uppbyggingu á heilsársferðaþjónustu á Þingeyri. Gert er ráð fyrir að byggja upp sjósundsaðstöðu með gufuböðum og heitum pottum við fjöruborðið á endanum á Hafnarstrætinu á Þingeyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir fundi með umsækjanda.

12.Ósk um óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar vegna jarðhitanýtingar við Laugar í - 2022030080

Gunnar P. Eydal hjá Verkís ehf. sækir um f.h. Orkubús Vestfjarða ohf. um að það verði gerð breyting á aðalskipulagi Ísafjarðabæjar, sem er talin vera í samræmi við meginstefnu aðalskipulagsins og því sé um óverulega breytingu að ræða. Skipulagsbreytingin myndi fela í sér að landbúnaðarsvæði í landi Lauga í Súgandafirði, breyttist í iðnaðarsvæði vegna borteigs og dæluhúss. Ísafjarðarbær er landeigandi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 36. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Fylgiskjöl:

13.Djúpvegur (Gamla félagsheimili) - Fyrirspurn um stækkun - 2022030076

Lögð er fram fyrispurn frá Einari Ólafssyni f.h H.G og hinir ehf. vegna stækkunar á húsnæði til austurs sem nemur 36m2
Jafnframt eru lagðir fram uppdrættir frá Arkiteo sem sýna stækkun dags. 15.02.2022.
Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið er óskað eftir afstöðu nefndar til málsins.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki séu grenndaráhrif á framkvæmdinni og fellur því frá grenndarkynningu.
Fylgiskjöl:

14.Oddavegur 11, Flateyri - fyrirspurn um stækkun húss - 2022030024

Lögð fram fyrirspurn frá Jóni Grétari Magnússyni, byggingarfræðingi hjá M11 arkitektum, f.h. Hjálms ehf. hvort að lenging hússins við Oddaveg 11 á Flateyri samræmist deiliskipulagi og skilmálum. Stækkun er um 210 fm að grunnfleti. Lagt fram tölvupóstur frá 17. febrúar 2022 og breytingaruppdráttur frá 16. febrúar 2022 unninn af M11 arkitektum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar erindinu.

15.Hafnarstræti 29 - Umsókn um byggingarleyfi vegna nemendagarða - 2021120081

Lagðar fram tvær athugasemdir sem bárust eftir að bygingaráform nemendagarða Lýðskólans á Flateyri, voru kynnt fyrir nágrönnum skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir húseigendum að Grundarstíg 18, Grundarstíg 22, Grundarstíg 26, Hafnarstræti 27A og Ránargötu 1. Athugasemdir bárust frá Maríu Sigurðardóttur, húseiganda að Grundarstíg 26. dags. 5. febrúar 2022 og Hrafnkeli Huga Vernharðssyni húseiganda að Grundarstíg 22 dags. 13. febrúar 2022. Ásamt minnisblaði sviðsstjóra dags. 15. mars 2022
Varðandi þær athugasemdir sem bárust frá íbúum Grundarstígs 22 og 26 þá telur skipulags- og mannvirkjanefnd að athugasemd Maríu Sigðurðar eigi rétt á sér að hluta til m.t.t. bílastæða hreyfihamlaðra og er vísað til minnnisblaðs sviðsstjóra dags. 25. mars. En aðrar athugasemdir eigi eigi ekki við rök að styðjast. Sviðsstjóra er falið að svara íbúum á grundvelli minnisblaðs.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?