Sameinuð almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
38. fundur 12. október 2022 kl. 13:00 - 13:57 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Axel Rodriguez Överby aðalmaður
  • Hlynur Hafberg Snorrason aðalmaður
  • Halldór Óli Hjálmarsson aðalmaður
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Finney Rakel Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Arnar Jónsson aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon áheyrnarfulltrúi
  • Súsanna Björg Ástvaldsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Ný vefgátt Almannavarna - samræmd greining á áhættu og áfallaþoli - 2022060005

Lagt fram til kynningar erindi Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna Ríkislögreglustjóra, dags. 4. október 2022, þar sem fram kemur að halda eigi námskeið fyrir starfsmenn sveitarfélaga, ríkisstofnana og ráðuneyta sem koma að greiningu á áhættu og áfallaþoli, vegna nýrrar vefgáttar almannavarna. Námskeið er haldið á Ísafirði 19. október 2022, kl. 10-17.
Lagt fram til kynningar.

2.Snjóflóðahætta - viðbragð - 2022040053

Á 1199. fundi bæjarráðs þann 9. júní 2022 var lagt fram bréf Ívars Kristjánssonar og Magnúsar Einars Magnússonar f.h. Hverfisráðs Önundarfjarðar og Björgunarsveitarinnar Sæbjargar, dagsett 18. maí 2022, þar sem þess er óskað að haldin verði almannavarnaæfing til að æfa viðbrögð við snjóflóðum á Flateyri.

Bæjarráð vísaði málinu til sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, og fól jafnframt bæjarstjóra að ræða við viðbragðsaðila vegna málsins.

Er nú málið lagt fram í almannavarnarnefnd til afgreiðslu.
Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn, fer yfir ferli rýminga vegna snjóflóðahættu á Flateyri.

Almannavarnarnefnd samþykkir að almannavarnaræfing til að æfa viðbrögð við snjóflóðum á Flateyri verði haldin fyrir árslok og felur Lögreglunni á Vestfjörðum að sjá um skipulag.

3.Flugslysaæfing 24. september 2022 - 2022100019

Flugslysaæfing Isavia og viðbragðsaðila á norðanverðum Vestfjörðum var haldin 24. september 2022.

Æfing til kynningar og rædd.
Sigurður Arnar Jónsson, slökkviliðsstjóri, og Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn, fóru yfir flugslysaæfingu Isavia og viðbragðsaðila sem haldin var 24. september 2022, og niðurstöður rýnifunda sem haldnir voru í kjölfar æfingarinnar.

Rætt um þörfina á því að halda skrifborðsæfingu vegna hópslysa og hópslysaæfingu viðbragðsaðila.

Slökkviliðsstjóra falið að skipuleggja skrifborðsæfingu vegna hópslysa að vori 2023.

4.Rými Almannavarnarnefndar - 2022040024

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur Björgunarfélags Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar um leigu fyrir aðstöðu aðgerðarstjórnar og rými almannavarnarnefndar, en samningurinn var samþykktur og undirritaður þann 18. júlí 2022.
Samningur lagður fram til kynningar.

Sigurður Arnar Jónsson, slökkviliðsstjóri, og Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn, fara yfir stöðu fyrirhugaðra flutninga og búnaðar sem þar verður.

Fundi slitið - kl. 13:57.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?