Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
449. fundur 23. febrúar 2023 kl. 08:15 - 09:17 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Finney Rakel Árnadóttir formaður
  • Þórarinn B. B. Gunnarsson varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviði
Dagskrá

1.verkefnalisti fræðslunefndar 2022-2026 - 2022060054

Verkefnalisti fræðslunefndar lagður fram til kynningar.
Verkefnalisti yfirfarinn.
Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Sólborg, kom inn á fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

2.Ytra mat á leikskólanum Eyrarskjóli - 2023010238

Lögð fram skýrsla um ytra mat á leikskólanum Eyrarskjóli. Úttekt þessi er unnin af Menntamálastofnun fyrir mennta- og barnamálaráðuneytið haustið 2022. Umbótaáætlun leikskólans er væntanleg ásamt umbótaáætlun sem snýr að sveitafélaginu.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

3.Innritunarreglur leikskóla Ísafjarðarbæjar - 2023020087

Reglur um innritun barna í leikskóla í Ísafjarðarbæ lagðar fram til samþykktar.
Fræðslunefnd samþykkir reglur um innritun barna í leikskóla í Ísafjarðarbæ.

4.Ósk um aukningu á starfsdögum, bréf frá leikskólastjórum. - 2023020088

Lagt fram bréf frá leikskólastjórum í Ísafjarðarbæ þar sem lögð er fram beiðni um aukningu á starfsdögum. Óskað er eftir að fá sex starfsdaga á skólaári, en í dag eru leikskólarnir með fjóra starfsdaga.
Fræðslunefnd samþykkir að fjölga starfsdögum um einn þannig þeir verði jafn margir og á núverandi skólaári 2022-2023, en leikskólarnir fengu auka starfsdag vegna þróunarverkefnis sem er enn í gangi.

5.Leikskóladeildin Tangi, sjálfstæð eining - 2023020102

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem lagt er til að leikskóladeildin Tangi verði sjálfstæður 5 ára barna skóli, en ekki lengur deild undir leikskólanum Sólborg.


Fræðslunefnd fagnar hugmyndinni um að Tangi verði sjálfstæð eining og sé þá komin til að vera. Nefndin vísar málinu til bæjarstjórnar til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 09:17.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?