Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 9. fundur - 12. febrúar 2015

Dagskrá:

1.

2014120023 - Endurvinnslukort

 

Einar Bergmundur Arnbjörnsson, tækniþróunarstjóri Náttúrunnar.is, kynnti Endurvinnslukortið fyrir nefninni í gegnum myndsíma.

 

Nefndin þakkar Einari fyrir kynninguna.

 

   

2.

2011030081 - Eftirlit - Kubbur ehf. - Sorpmál.

 

Lögð fram drög af nýrri útgáfu endurvinnslubæklings.

 

Erindinu frestað til næsta fundar.

 

   

3.

2015020030 - Sorpmál 2017

 

Umræða um sorpmál 2017

 

Rætt um framtíðarfyrirkomulag sorpmála og þarfagreiningu fyrir útboð á sorphirðu og -förgun 2017.

 

   

4.

2015020035 - Frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um
uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál.

 

Nefndin bendir á nauðsyn þess að fjármagn verði tryggt svo sveitarfélög verði ekki fyrir kostnaðarauka vegna fyrirsjáanlegrar vinnu sem ætlast verður til af þeim.

 

   

5.

2015020036 - Frumvarp til laga um stjórn vatnamála

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um
stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál.

 

Lagt fram til kynningar. Nefndin gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

   

6.

2015020032 - Frumvarp til laga um náttúrupassa

 

Atvinnuveganefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál.

 

Lagt fram til kynningar. Nefndin leggur ríka áherslu á að tryggt verði að fjármagn úr sameiginlegum sjóði verði nýtt í að tryggja öryggi ferðamanna og treysta innviði ferðamannastaða um allt land.

 

   

7.

2015020037 - frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum

 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:55

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Lína Björg Tryggvadóttir

Kristín Hálfdánsdóttir

 

Óðinn Gestsson

Jóna Símonía Bjarnadóttir

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

 

Ralf Trylla

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?