Aðalfundur 12. apríl 2015

Mættir eru Harpa, Tinna og Steinþór (stjórnarmenn) auk 7 íbúa hverfanna og 1 bæjafulltrúa Í lista,  Gísla Halldórs bæjarstjóra og Þórdísar fundarstjóra.

  1. Skýrsla stjórnar – Harpa leggur fyrir skýrlsu stjórnar
  2. Reikningar lagðir fram – Stjórnin leggur fram reiking
  3. Breytingar á 3.-4. grein samþykkta. – Þórdís leggur fram breytingar á samþykktum félagsins þannig að þær hljómi svo „ kosning formanns til tveggja ára, annað hvert ár.“ Og „Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára sbr. 4 gr. og eins varamanns til tveggja ára.“ Tillagan samþykkt.
  4. Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára og eins varamanns til tveggja ára. – Engin bauð sig fram og kosningu því frestað um tvær vikur þegar halda þarf auka aðalfund.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga – Engin bauð sig fram og er kosningu því frestað um tvær vikur.
  6. Fjárhagsáætlun næsta árs – Tinna kynnir fjárhagsáætlun næsta árs. Hverfaráðið fær kr. 1.500.000 fyrir árið 2016 til úthlutunar sem fundurinn hefur möguleika að koma með tillögur og nýtingu á.
  7. Kosning um nýtingu fjármagns 2016 – Kynntar leiðir um nýtingu fjármagns t.d. bæta körfuboltavöllin, setja upp frisbí golfvöll, laga gangstéttir í hverfinu.  Vegna þess hversu fáir mættu á fundinn var ákveðið að óska eftir umræðu um framkvæmdir á facebook síðu og setja svo kosningu um 3-4 helstu atriði á síðuna. Skila þarf niðustöðu til bæjarins fyrir 15. maí.
  8. Óskað eftir sjálfboðaliðum við uppsetningu leiktækja – samþykkt að óska eftir sjálfboðaliðum á facebook síðu félagsins, Betri hverfi í Holtahverfi, Tunguhverfi og Seljalandi https://www.facebook.com/groups/496031707199991/
  9. Önnur mál – farið yfir ýmis mál varðandi fjármögnun á viðhaldi t.d gangstétta í hverfunum. Kom fram tillaga um að bærinn legði fram vinnu við að rífa upp núverandi gangstéttir en íbúar myndu aðstoða við lögn nýrra hella.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?