Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 91. fundur - 22. nóvember 2007

Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Björn Jóhannesson og Kristrún Hermannsdóttir. Bryndís Friðgeirsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir. Barði Ingibjartsson boðaði forföll og einnig varamaður hans Sigurdís Samúelsdóttir. Auk þeirra sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, Anna Valgerður Einarsdóttir, Sædís María Jónatansdóttir og Guðný Steingrímsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. 


Fundarritari:  Sædís María Jónatansdóttir.



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar. Björn Jóhannesson vék af fundi undir þessum lið.



2. Fjárhagsáætlun 2008.


Fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 kynnt. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum styður framkomnar tillögur.



3. Önnur mál.


Framkvæmdaráætlun barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.


Rætt um framkvæmdaráætlun barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Rætt um að leggja aukna áherslu á fræðslu og ímynd. Handbók verði uppfærð í byrjun næsta árs.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 12:45.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Björn Jóhannesson. 


Guðrún Rakel Brynjólfsdóttir.    


Kristrún Hermannsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir.     


Sædís María Jónatansdóttir.


Guðný Steingrímsdóttir.     


Margrét Geirsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?