Bæjarráð - 797. fundur - 3. júní 2013

Þetta var gert:

1.         Fundargerð nefndar.

            Umhverfisnefnd 29/5.  394. fundur.

            Fundargerðin er í þrettán liðum.

            5. liður.  Bæjarráð samþykkir beiðni umhverfisnefndar varðandi endurbætur á blómagarðinum við Austurvöll á Ísafirði og vísar fjármögnun til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2014.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.         Minnisblað. - Bygging íbúða fyrir fatlaða í samstarfi við Þroskahjálp.  2012-09-0046.

            Lagt fram minnisblað frá fjölskyldusviði og bæjarstjóra dagsett 29. maí sl., þar sem gerð er grein fyrir hugsanlegum byggingum íbúða fyrir fatlað fólk í Ísafjarðarbæ í samstarfi við Þroskahjálp.

            Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, að ræða við Byggðasamlag Vestfjarða, um aðkomu að málinu.

 

3.         Bréf stjórnar húsfélags Hlífar II, Ísafirði. - Áform um leikskóladeild í kjallara Hlífar II, Ísafirði.  2013-01-0070.

            Lagt fram bréf frá stjórn húsfélags Hlífar II, Ísafirði, dagsett 30. maí sl., þar sem greint er frá afstöðu stjórnarinnar til þeirrar hugmyndar að rekin verði leikskóladeild 5 ára barna í kjallara Hlífar II á Ísafirði.  Fram kemur að stjórnin hafnar hugmyndinni og óskar eftir að Ísafjarðarbær falli frá þessum áformum.

            Lagt fram til kynningar.

 

4.         Bréf Mörtu Ragnarsdóttur. - Sjóvarnargarðar á Flateyri.  2013-05-0052.

            Lagt fram bréf frá Mörtu Ragnarsdóttur, Kópavogi, dagsett 24. maí sl., þar sem hún ræðir um sjóvarnargarða við Brimnesveginn á Flateyri og óskar eftir upplýsingum um ákvarðanatöku, hvenær verkið var unnið, af hverjum og hver endanlegur kostnaður hafi verið.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Mörtu Ragnarsdóttur.

 

5.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar. - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi.  2013-03-0023. 

            Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. maí sl., er fjallar um umfjöllun umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar á minnisblaði verkfræðistofunnar Mannvits, vegna vatnsmagns ofan varnargarða undir Gleiðarhjöllum og afkastagetu núverandi lagna og vegræsa. Í minnisblaðinu kemur fram að umhverfisnefnd óskar eftir fundi með stjórn Ofanflóðasjóðs vegna málsins.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa fund með stjórn Ofanflóðasjóðs.

 

6.         Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar. - Snjóflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, færsla vatnslagna.  2012-10-0012.

            Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfi- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 28. maí sl., er varðar færslu vatnslagan vegna snjóflóðavarna neðan Gleiðarhjalla og framkvæmdir er verkinu fylgja.

            Bæjarráð telur nauðsynlegt að Urðarvegur á Ísafirði verði malbikaður kantsteina á milli, að loknum framkvæmdum og felur bæjarstjóra að undirbúa málið fyrir fyrirhugaðan fund með stjórn Ofanflóðasjóðs.

           

7.         Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar. - Drög lögð fyrir bæjarráð. 2011-02-0053.

            Lögð fram drög að starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar er hlotið hafa umfjöllun í nefndum sveitarfélagsins.

            Bæjarráð vísar drögum að starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar til samþykktar í bæjarstjórn.

 

8.         Bréf Landsbankans hf. - Endurreikningur gengistryggðra lána. 2013-01-0040.

            Lag fram bréf frá Landsbanka hf., dagsett 23. maí sl., þar sem verið er að upplýsa fyrirtæki, sem eru lántakar gengistryggðra lána, er hafa verið endurreiknuð í samræmi við ákvæði vaxtalaga, um stöðu fyrirliggjandi dómsmála, sem eru forsenda þess að bankinn geti tekið afstöðu til leiðréttingar á þeim endurreikningi.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

9.         Náttúrustofa Vestfjarða. - Fundargerð 81. stjórnarfundar. - Ársreikningar fyrir starfsárin 2010 og 2011.  2012-06-0085.

            Lögð fram 81. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá fundi er haldinn var þann 23. apríl 2013.  Jafnframt eru lagðir fram ársreikningar NV fyrir starfsárin 2010 og 2011.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

10.       Mýrarboltafélag Íslands. - Endurskoðuð drög að samstarfssamningi. 2013-05-0014.

            Lögð fram ný drög að endurskoðuðum samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og Mýrarboltafélags Íslands, sem meðal annars voru til umræðu á 394. fundi umhverfis- nefndar Ísafjarðarbæjar þann 29. maí sl.

            Bæjarráð samþykkir drög að samningi við Mýrarboltafélag Íslands, með þeim breytingum er ræddar voru í bæjarráði og bæjarstjóra var falið að ganga frá.

 

11.       Erindi sýslumannsins á Ísafirði. - Umsögn um rekstur gististaðar. 2013-06-0012.

            Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Ísafirði dagsett 28. maí sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Kristjáns Hjaltalín f.h. Kastalans ehf., um rekstur gististaðar að Mánagötu 4, Ísafirði.

            Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstrarleyfi, að uppfylltum þeim skilyrðum er um slík leyfi gilda.

 

12.       Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði.  2013-01-0070.

            Lagt fram minnisblað frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. maí sl., þar sem fjallað er um leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði og hina ýmsu möguleika um hvar slík deild yrði starfrækt.

            Bæjarráð vísar málinu til vinnslu í fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar og óskar eftir að málinu verði hraðað og opnuð verði ný leikskóladeild í ágúst næstkomandi.

 

13.       Starfsmannamál. - Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerir grein fyrir málinu í bæjarráði.

            Rædd voru starfsmannamál á skrifstofu Ísafjarðarbæjar og um þær breytingar sem verða í mannahaldi á komandi mánuðum.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:30.

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.

Albertína F. Elíasdóttir.                                                      

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?