Bæjarráð - 700. fundur - 9. maí 2011

Þetta var gert:

1.         Umræður um atvinnumál á Suðureyri.

            Til fundar við bæjarráð eru mættir Guðni Einarsson, stjórnarformaður Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf., Suðureyri og Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf., Suðureyri.  Umræðurnar voru um atvinnumál á Suðureyri og stöðu kvótamála fyrirtækja þar.

            Fulltrúar í bæjarráði þökkuðu Guðna og Óðni fyrir komuna á fund bæjarráðs.

 

2.         Bréf bæjartæknifræðings. - Viðhaldsáætlun eignasjóðs Ísafjarðarbæjar 2011.

            2011-05-0002.

            Lagt fram bréf frá Jóhanni Birki Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 3. maí sl., er varðar viðhaldsáætlun eignasjóðs Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2011.  Jóhann Birkir er mættur á fund bæjarráðs og gerði frekari grein fyrir viðhaldsáætluninni.

 

3.         Bréf bæjartæknifræðings. - Snjóflóðavarnir undir Kubba, Skutulsfirði.

            2010-12-0048.

            Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, en hann sat fund bæjarráðs, dagsett 3. maí sl., ásamt afriti af bréfi Framkvæmdasýslu ríkisins, en í því bréfi er gerð grein fyrir tilboðum er borist hafa í verkið ,,Snjóflóðavarnir á Ísafirði, þvergarður undir Kubba.“

            Alls bárust sex tilboð í verkið og var Geirnaglinn ehf., Ísafirði, með lægsta tilboðið kr. 213.283.690.-.  Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 299.099.000.-.  Í bréfi Framkvæmdasýslunnar er mælt með að tilboði Geirnaglans ehf., Ísafirði, sé tekið.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Geirnaglans ehf., verði tekið.

           

4.         Bréf bæjartæknifræðings. - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla,

            Skutulsfirð. - Frumathugun.  2008-11-0026.

            Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar bæjartæknifræðings, en hann sat fund bæjarráðs, dagsett 4. maí sl., þar sem hann gerir grein fyrir því, að í framhaldi af ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um að keypt yrðu upp húsin við Seljalandsveg 100 og 102 á Ísafirði, í stað þess að byggja snjóflóðavarnir eins og áður hafði verið gert ráð fyrir, var unnin ný frumathugun á vörnum.  Bréfinu fylgja gögn er það varðar.

            Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs/bæjarstjórnar á Frumathugun 2, svo hægt sé að hefjast handa við umhverfismat framkvæmda og deiliskipulagsvinnu vegna þessa verkefnis.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að staðfest verði Frumathugun 2, vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla, Skutulsfirði.

 

   5.         Bréf bæjartæknifræðings. - Hjallabyggð á Suðureyri, gatnaframkvæmdir.

            2011-05-0001.

            Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 3. maí sl., er varðar hugsanlegar gatnaframkvæmdir í Hjallabyggð á Suðureyti.  Jóhann Birkir sat fund bæjarráðs. Í bréfinu kemur fram, að íbúar Hjallabyggðar á Suðureyri eru tilbúnir til að fjármagna og annast framkvæmdir, við að undirbúa götuna undir malbik.  Kostnaður er áætlaður krónur 4-5 milljónir og fjármögnun gæti verið til eins eða tveggja ára.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að tilboði íbúa við Hjallabyggð á Suðureyri, um framkvæmdir og fjármögnun, verði tekið.     

 

6.         Drög að bréfi bæjartæknifræðings til Vegagerðarinnar. - Lýsing á

            þjóðvegi 64 og 65. 2011-05-0006.

            Lögð fram drög að bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, til Vegagerðarinnar, er varðar lýsingu á þjóðvegi 64 og 65.  Um er að ræða vegkafla á Flateyri frá bensínstöðinni inn að Sólbakka og hinsvegar vegkafla frá höfninni á Suðureyri inn fyrir lónið.

            Bæjarráð samþykkir erindi bréfsins og felur bæjartæknifræðingi að halda áfram með málið.

 

7.         Fundargerðir nefnda.

            Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. 25/2.  70. fundur.

            Fundargerðin er í einum lið.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.  13/4.  71. fundur.

            Fundargerðin er í tíu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ 4/5.  14. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

8.         Minnisblað bæjarritara. - Lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ.

            2007-04-0048.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 4. maí sl., er varðar endurskoðun á lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ.  Málið var áður tekið fyrir í bæjarráði þann 4. apríl og síðan í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 7. apríl sl. og þar vísað til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar.

            Bæjarráð vísar drögum að nýrri lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ til síðari umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

 

9.         Bréf grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar. - Yfirvinna skólaliða við

            Grunnskólann á Ísafirði.  2011-05-0008.

            Lagt fram bréf frá Kristínu Ósk Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 5. maí sl., er varðar yfirvinnu skólaliða við Grunnskólann á Ísafirði.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.

 

10.       Tölvubréf Íbúasamtaka Hnífsdals. - Ástand gatna í Hnífsdal. 2010-09-0003.

            Lagt fram tölvubréf frá Íbúasamtökum Hnífsdals, Sigríði Kristjánsdóttur, formanni, dagsett 3. maí sl., þar sem rætt er um ástand gatna í Hnífsdal og fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir í Ísafjarðarbæ sumarið 2011. Í bréfinu er svohljóðandi ályktun stjórnar íbúasamtakanna.

Ályktun til umhverfisnefndar og bæjarráðs Ísafjarðarbæjar: 

            ,,Þar sem fyrirséð er að nokkrar malbikunarframkvæmdir verða í Ísafjarðarbæ sumarið 2011 vilja Íbúasamtök Hnífsdals minna á að göturnar Heiðarbraut, Dalbraut og Garðavegur í Hnífsdal eru nánast ófærar.   Íbúasamtökin hvetja til þess að það verði haft í huga við áætlanagerð tengdar þeim framkvæmdum.“ 

            Bæjarráð þakkar fyrir ábendingu Íbúasamtaka Hnífsdals.
 

11.       Afrit af tölvubréfi bæjarstjóra. - Markaðsráð Vestfjarða ofl.

            Lagt fram tölvubréf Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 14. apríl sl., er varðar Markaðsráð Vestfjarða og fyrsta fund (símafund) þess þann 14. apríl 2011.  Jafnframt er lagt fram tölvubréf Gústafs Gústafssonar, forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða, frá 3. maí sl., er varðar hugleiðingar um markaðsmál og ímynd Vestfjarða til framtíðar.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráð nú.

 

12.       Fundargerð sameiginlegs fundar bæjarráða Bolungarvíkurkaupstaðar og       Ísafjarðarbæjar og sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps.

            Lögð fram fundargerð sameiginlegs fundar bæjarráða Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar og sveitarstjórnar Súðavíkurhrepps, sem haldinn var þann 20. apríl sl., í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

            Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

 

13.       Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 786. stjórnarfundar.

            Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 786. fundi er haldinn var þann 29. apríl sl., í fundarsalnum Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 9:30.

 

 

Þorleifur Pálsson, bæjarritari.

Albertína Elíasdóttir, formaður bæjarráðs.

Gísli H. Halldórsson.                                                             

Arna Lára Jónsdóttir.

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?