Bæjarráð - 583. fundur - 5. ágúst 2008


Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 28/7.  26. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



Hafnarstjórn 24/7.  136. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


2. Bréf bæjartæknifræðings. ? Öryggiskerfi á Hlíf I, Ísafirði. 2008-07-0034. 


Lagt fram bréf Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 25. júlí s.l., er varðar öryggiskerfi á Hlíf I, Ísafirði.  Núverandi kerfi hefur verið dæmt ónýtt á Hlíf I, en er í góðu lagi á Hlíf II.  Búið er að kanna kostnað við kaup og uppsetningu á nýju kerfi.  Áður en farið verður í frekari fyrirspurnir vegna kaupa á nýju öryggiskerfi á Hlíf I, óskar bæjartæknifræðingur eftir aukafjárveitingu vegna þessa verkefnis.


Bæjarráð samþykkir að haldið verði áfram með málið og fyrirspurnir gerðar. Þegar endanlegur kostnaður liggur fyrir verði málið tekið upp að nýju í bæjarráði vegna fjármögnunar. Bæjarráð samþykkir að fjárhæðir í bréfi bæjartæknifræðings verði trúnaðarmál þar til verðkönnun hefur farið fram í samræmi við innkaupareglur.


 


3. Boð um stofnaðild að Starfsendurhæfingu Vestfjarða. 2008-07-0038.


Lagt fram bréf frá undirbúningshópi um stofnun Starfsendurhæfingar Vestfjarða dagsett 24. júlí s.l., þar sem sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum á Vestfjörðum, er boðið að gerast stofnaðilar að Starfsendurhæfingu Vestfjarða.  Markmiðið með stofnun Starfsendurhæfingar á Vestfjörðum er að aðstoða þá fjölmörgu einstaklinga, sem ekki eru þátttakendur á vinnumarkaði af ýmsum orsökum, til að hefja störf þar að nýju með því að fara í starfstengda endurhæfingu í heimabyggð.


Bæjarráð samþykkir að taka þátt í stofnun Starfsendurhæfingar Vestfjarða og óskar eftir því að við fyrsta tækifæri verði lögð fram rekstraráætlun þar sem fram kemur hvernig undirbúningshópurinn áætlar tekjuinnkomu fyrir reksturinn.



4. Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. ? Framlag vegna lengdrar viðveru fatlaðra grunnskólabarna á haustönn 2008. 2007-01-0035.


Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 24. júlí s.l., varðandi lengda viðveru fatlaðra grunnskólabarna og tilkynningu um áætlað framlag vegna haustannar 2008.  Í bréfinu kemur fram, að áætluð úthlutun til Ísafjarðarbæjar fyrir haustönn 2008 sé kr. 122.874.-.


Lagt fram til kynningar.



5. Bréf Rannsóknar og ráðgjafar ferðaþjónustu. ? Sögukort Vestfjarða. 2004-11-0094.


Lagt fram bréf frá Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustu dagsett 22. júlí s.l., er varðar útgáfu á ,,Sögukorti Vestfjarða?, sem Ísafjarðarbær er þátttakandi í.  Kortið er nú á lokastigi vinnslu og mun koma út í september n.k.


Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar og upplýsingamiðstöðvar til úrvinnslu.



6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? Fundargerðir aðalfunda og ársreikningar Atvinnuþróunarfélags og Markaðsstofu.  2008-07-0037.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 22. júlí s.l., ásamt fundargerðum aðalfundar Markaðsstofu Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. og ársreikningum þeirra fyrir árið 2007.


Lagt fram til kynningar.



7. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. ? 53. Fjórðungsþing. ? Fundargerð. 2008-03-0060.


Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 29. júlí s.l., er fjallar um 53. Fjórðungsþing er haldið verður að Reykhólum dagana 5. og 6. september n.k.  Með bréfinu fylgir dagskrá þingsins, sem og fundargerð stjórnar Fjórðungssambandsins frá fundi þann 24. júlí s.l. Óskað er eftir því að sveitarfélög tilkynni fjölda þingfulltrúa eigi síðar en 29. ágúst n.k.


Bæjarráð samþykkir að kjörnir bæjarfulltrúar eða varamenn þeirra sæki þingið. Bæjarstjóra falið að tilkynna fjölda fulltrúa og panta gistingu fyrir þingfulltrúa Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:00


Svanlaug Guðnadóttir, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sem jafnframt ritaði fundargerð.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?