Bæjarráð - 531. fundur - 11. júní 2007

Þetta var gert:





1. Fundargerðir nefnda.


Félagsmálanefnd 6/6.  286. fundur.


Fundargerðin er í níu liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Fræðslunefnd 22/5.  256. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 6/6.  78. fundur.


Fundargerðin er í tíu liðum.


1. liður.  Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar, um styrk að upphæð rúmar kr. 120.000.-, kostnaður færist á lið 21-81-995-1.


Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að óska eftir hlutfallslegri þátttöku annarra sveitarfélaga er sendu keppendur í Skólahreysti 2007 á Ísafirði.


8. liður.  Bæjarráð frestar þessum lið til næsta fundar og óskar frekari upplýsinga.


10. liður b.   Bæjarráð frestar að taka afstöðu til tillögu nefndarinnar til næsta  fundar.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



2. Bréf Péturs Björnssonar, Flateyri. - Varðar umsókn um starf. 2007-04-0051.


Lagt fram bréf frá Pétri Björnssyni, Brimnesvegi 2, Flateyri, dagsett 31. maí s.l., þar sem hann óskar eftir rökstuðningi frá Ísafjarðarbæ vegna umsóknar sinnar um starf yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, þar sem Ísafjarðarbær telur að bréfritari uppfylli ekki að öllu leyti þær kröfur sem settar voru í auglýsingu um starfið.


Jafnframt er lagt fram bréf frá Pétri Björnssyni dagsett 30. maí s.l., þar sem fram kemur að hann hafi lagt fram stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytis vegna málsins.


Bæjarráð vísar til svohljóðandi tillögu er samþykkt var á 226. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.  ,,Bæjarstjórn ákveður að fresta ráðningu í starf forstöðumanns SFS og felur bæjarstjóra að kanna betur hvernig umsækjendur uppfylla hæfniskröfur, sem gerðar voru í auglýsingu vegna starfsins.?  Málið er í vinnslu.



3. Bréf forsætisráðuneytis. - Jafnréttisgátlistinn.  2007-06-0024.


Lagt fram bréf frá forsætisráðuneyti dagsett 5. júní s.l., er varðar framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum 2004-2008 og útgáfu jafnréttisgátlista til notkunar við stefnumótunarvinnu.


Bæjarráð óskar eftir að erindið verði sent nefndum og starfsmönnum sveitar- félagsins er fjalla um þessi mál.


 


4. Bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. - Styrkveitingar.  2007-06-0025. 


Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 6. júní s.l., er varðar Styrktarsjóð EBÍ og umsóknir í hann.  Umsóknir skulu berast fyrir ágústlok n.k.


Bæjarráð samþykkir að senda erindið til sviðsstjóra, nefnda og forstöðumanna stofnana sveitarfélagsins.


 


5. Bréf lögreglustjórans á Vestfjörðum. - Almannavarnanefndir.  2007-06-0013.


Lagt fram bréf frá lögreglustjóranum á Vestfjörðum dagsett 4. júní s.l., þar sem rætt er um hugsanlega skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar og aðgerðarstjórnar Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps.


Bæjarráð vísar erindinu til umræðu í bæjarstjórn.



6. Bréf Jóns Björnssonar, íþrótta- og tómstundafulltrúa. - Uppsögn á starfi.  2007-06-0009.


Lagt fram bréf frá Jóni Björnssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa, Ísafjarðarbæjar, dagsett 31. maí s.l., þar sem hann segir starfi sínu, sem íþrótta- og tómstundafulltrúi, lausu frá og með 1. júní 2007.


Bæjarráð þakkar Jóni Björnssyni fyrir vel unnin störf hjá Ísafjarðarbæ og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.



7. Bréf yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Leiga vegna nemaíbúðar hjá Fasteignum Ísafjarðarbæjar ehf.  2007-06-0007.


Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 2. júní s.l., er varðar ógreidda húsaleigu til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., Ísafirði, vegna nemaíbúðar er leigð var á árunum 2003 og 2004.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra FastÍs um málið.



8. Bréf yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Stjórnendabreytingar í GÍ. 2007-06-0008.


Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 3. júní s.l., er varða breytingar á stjórnendafyrirkomulagi í Grunnskólanum á Ísafirði.  Í texta í fjárhagsáætlun 2007 kemur fram að:  ,,Gerðar verða skipulagsbreytingar á stjórnun Grunnskólans á Ísafirði þannig að þar starfi einn aðstoðarskólastjóri í stað tveggja?.  Þær breytingar hafa verið ræddar í fræðslunefnd  Ísafjarðarbæjar þann 28. nóvember 2006 og vísað til bæjarráðs.  Í bréfinu er óskað eftir að tekin verði formleg ákvörðun, um hvort leggja beri niður yngri stöðu aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði.


Bæjarráð vísar erindi yfirmanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu til afgreiðslu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.  Frekari upplýsingar fylgi dagskrá bæjarstjórnar.



9. Erindi fyrir bæjarráð. - Skoðunarferð 2. júlí 2007.


Lagt fram minnisblað bæjarritara, erindi fyrir bæjarráð vegna fyrirhugaðrar skoðunarferðar sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum þann 2. júlí n.k. á olíuhreinsistöðvum í Evrópu.  Lagt er til að ferðakostnaður fulltrúa Ísafjarðarbæjar verði kostaður af bæjarsjóði.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreind tillaga verði samþykkt.


 


10. Miðfell hf., Ísafirði. - Hluthafafundur.  2005-01-0085.


Lagt fram bréf frá Miðfelli hf., Ísafirði, dagsett þann 7. júní s.l., þar sem boðað er til hluthafafundar í félaginu fimmtudaginn 14. júní n.k. á skrifstofu félagsins kl. 14:00.


Bæjarráð samþykkir að Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum og fari með atkvæði bæjarfélagsins.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.  17:30.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Arna Lára Jónsdóttir.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?