Bæjarráð - 488. fundur - 24. júlí 2006

Þetta var gert:



1.  Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Vestfjörðum, mætti á fund bæjarráðs.


Á fund bæjarráðs er mættur Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Vestfjörðum.  Greindi hann frá þeirri vinnu, sem í gangi hefur verið og er, til undirbúnings væntanlegum jarðgöngum í stað Óshlíðarvegar. 



2. Fundargerð nefndar.


Menningarmálanefnd 20/7.  124. fundur.


Fundargerðin er í átta liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


3. Minnisblað bæjarritara. - Breytingar á húsinu Pollgötu 2, Ísafirði. 2006-02-0047.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett þann 21. júlí s.l. ásamt frekari upplýsingum, varðandi frestun bæjarráðs á 487. fundi sínum á afgreiðslu 2. liðar í 236. fundargerð umhverfisnefndar.  Bókun umhverfisnefndar var svohljóðandi.


,,Tekið fyrir að nýju erindi frá Pólnum ehf., þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak um 2,33 m á 10 m löngu svæði og breyta um leið þakhalla, setja svalir á suðurhlið og breyta notkun 3. hæðar úr sal í íbúð.


Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.?


Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar við 2. lið 236. fundargerðar nefndarinnar.


 


4. Minnisblað bæjarritara. - Framkvæmdir við geymsluport á Suðurtanga, beiðni um aukafjárveitingu.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. júlí s.l., varðandi verkið ,,Girðing á Suðurtanga?, framkvæmdir við geymsluport.  Í minnisblaðinu er óskað eftir aukafjárveitingu til verksins allt að kr. 4 milljónir.


Bæjarráð samþykkir erindið og vísar kostnaði til endurskoðunar á fjárhagsáætlun 2006.



5. Bréf Sólbergs Jónssonar. - Framkvæmdir við lagfæringar vegslóða í Leirufjörð.  2004-08-0049.


Lagt fram bréf frá Sólberg Jónssyni, Bolungarvík, dagsett 19. júlí s.l., varðandi lagfæringar vegslóða og varnargarða í Leirufirði.  Í bréfinu kemur fram að líklegt má telja að framkvæmdir standi eitthvað fram í ágústmánuð n.k.


Lagt fram til kynningar í bæjarráði.



6. Minnisblað bæjarritara. - Umsókn um lóðina Hafnarstræti 17, Ísafirði. 2006-05-0079.


Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 21. júlí s.l., varðandi frestun bæjarráðs á 487. fundi sínum á afgreiðslu 11. liðar í 236. fundargerð umhverfisnefndar.  Bókun umhverfisnefndar var svohljóðandi.


,, Lögð er fram umsókn dags. 29. júní 2006 frá Hallvarði Aspelund fyrir hönd Íslenska eignarfélagsins ehf., um lóðina að Hafnarstræti 17 á Ísafirði. Áætlað er að reist verði hús sem mun meðal annars hýsa veitingastaðinn Subway.


Umhverfisnefnd bendir á að umrædd lóð er ekki laus til úthlutunar og leggur til við bæjarstjórn að erindinu verði hafnað.?


Jafnframt er lagt fram bréf frá Vélsmiðjunni Þristi ehf., Ísafirði, dagsett 21. júlí s.l., þar sem fyrirtækið dregur til baka umsókn sína um byggingarlóð að Hafnarstræti 17 á Ísafirði.


Bæjarráð vísar 11. lið 236. fundargerðar umhverfisnefndar aftur til nefndarinnar til endurskoðunar. 


Bæjarráð óskar eftir að tæknideild Ísafjarðarbæjar kanni hvort ástæða sé til að Mjallargata tengist Pollgötu.



7. Bréf Vélsmiðjunnar Þrists ehf., Ísafirði. - Gangstétt við Hafnarstræti 12, Ísafirði.


Lagt fram bréf frá Vélsmiðjunni Þristi ehf., Ísafirði, dagsett 18. júlí s.l., varðandi ástand gangstéttar við Hafnarstræti 12 á Ísafirði og beiðni um endurbætur.


Bæjarráð vísar erindinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar.



8. Bréf frá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör hf. - Áætlun almenningsvagna. 2006-07-0049.


Lagt fram bréf frá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör hf., dagsett 17. júlí s.l., varðandi áætlanir almenningsvagna til og frá Hnífsdal, þar sem þess er farið á leit við Ísafjarðarbæ, að hægt verði að aðlaga áætlanir að þörfum starfsmanna fyrirtækisins.


Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings og bæjarritara til skoðunar.



9. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - 51. Fjórðungsþing.  2006-03-0014.


Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 17. júlí s.l., þar sem óskað er eftir að sveitarfélög sendi Fjórðungssambandinu kjörbréf fyrir fulltrúa sína á 51. Fjórðungsþingi er haldið verður í Súðavík dagana 1. og 2. september n.k.  Kjörbréf berist til skrifstofu Fjórðungssambandsins eigi síðar en 8. ágúst n.k.


Bæjarráð samþykkir, að allir kjörnir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar séu fulltrúar sveitarfélagsins á 51. Fjórðungsþingi og fari með atkvæði þess að jöfnu.



10. Bréf Greips Gíslasonar. - Almenningssamgöngur, merking vagna, biðstöðva o.fl.   2006-05-0028.


Lagt fram bréf frá Greipi Gíslasyni, Ísafirði, dagsett 20. júlí s.l., er varðar merkingar almenningsvagna, biðstöðva o.fl. í Ísafjarðarbæ.


Bæjarráð vísar erindinu til bæjartæknifræðings og bæjarritara til skoðunar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:30.


     


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Gísli H. Halldórsson.     


Magnús Reynir Guðmundsson.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?