Bæjarráð - 476. fundur - 3. apríl 2006

 


Þetta var gert:





1. Til fundar við bæjarráð eru mættur forsvarsmaður 3X-Stál á Ísafirði.


Á fund bæjarráðs eru mættur Jóhann Jónasson, forsvarsmaður 3X-Stál á Ísafirði.  Tilefni komu hans á fund bæjarráðs er erindi frá 3X-Stál, er lagt var fram á 473. fundi bæjarráðs þann 13. mars s.l., þar sem fyrirtækið lagði fram beiðni um styrk frá Ísafjarðarbæ vegna markaðssetningar félagsins á Evrópumarkaði.  Jóhann kynnti sögu fyrirtækisins, starfsemi þess í dag, framtíðarsýn og markaðssókn.





Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða möguleika á samstarfi við fyrirtækið varðandi  markaðsmál.  Í samræmi við umræður um menntunarmál málmiðnaðar og annarra iðngreina í Ísafjarðarbæ, felur bæjarráð bæjarstjóra, að ræða við menntamálaráðherra um nauðsyn þess að bæta möguleika hér til menntunar og próftöku varðandi sveinspróf og meistararéttindi.  Horft verði enn frekar til samstarfs fyrirtækja í málmiðnaði, öðrum iðngreinum og skólakerfisins.


 


2. Fundargerðir nefnda.


Atvinnumálanefnd 24/3.  63. fundur.


Fundargerðin er í þremur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði 27/3.  13. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Hafnarstjórn 27/3.  113. fundur.


Fundargerðin er í tveimur liðum.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Íþrótta- og tómstundanefnd 29/3.  59. fundur.


Fundargerðin er í fimm liðum.


Bæjarstjóri lagði fram beiðni frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um heimild til


að breyta gjaldskrá á Skíðasvæði tímabundið, það er frá og með 13. til og með 17.  apríl n.k., til að fjölga notendum.  Bæjarráð samþykkir erindið.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


Starfshópur til undirbúnings tilnefningar heiðursborgara Ísafjarðarbæjar 29/3.  2. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.





3. Bréf handverkshópsins Á milli Fjalla, Suðureyri. - Tengiliður handverks og


    ferðaþjónustu.  2006-03-0147.


Lagt fram bréf frá handverkshópnum Á milli fjalla, Suðureyri, dagsett 24. mars s.l., þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að verkefninu ,,Tengiliður handverks og ferðaþjónustu? á Suðureyri.  Verkefnið felur í sér að ráða starfsmann til handverks-hússins yfir sumarmánuðina í ár, með stuðningi Atvinnuleysistryggingarsjóðs.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.



4. Bréf hestamannafélagsins Hendingar. - Beiðni um viljayfirlýsingu. 2005-03-0090.


Lagt fram bréf frá hestamannafélaginu Hendingu á Ísafirði, dagsett 30. mars s.l., er varðar beiðni félagsins um viljayfirlýsingu milli Ísafjarðarbæjar og Hendingar um byggingu reiðhúss á svæði félagsins í Engidal í Skutulsfirði, sem getur nýtst öllum íþróttafélögum í Ísafjarðarbæ.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá viljayfirlýsingu í samræmi við afgreiðslu bæjarráðs undir 10. lið á 475. fundi bæjarráðs.


    


5. Bréf Fasteignasölu Vestfjarða. - Forkaupsréttur að Aðalstræti 26a, Ísafirði.


    2006-03-0144.


Lagt fram bréf frá Fasteignasölu Vestfjarða ehf., Ísafirði, dagsett 30. mars s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni neyta forkaupsréttar að íbúð að Aðalstræti 26a, Ísafirði.  Bréfinu fylgir samþykkt kauptilboð.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að forkaupsrétti verði hafnað.



6.  Bréf bæjartæknifræðings. - Aðalskipulag Ísafjarðar, skólalóð.  2005-06-0019.


Lagt fram bréf frá Jóhanni B. Helgasyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 30. mars s.l., er varðar aðalskipulag Ísafjarðarbæjar, skólalóð Grunnskólans á Ísafirði.  Þar sem gildandi aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir opinberum byggingum á þeim stað sem fyrirhugað er að reisa viðbyggingu við GÍ og að næsti fundur umhverfisnefndar er ekki fyrr en 12. apríl n.k. óskar bæjartæknifræðingur eftir að bæjarráð fjalli um breytingu á aðalskipulagi og geri tillögu til bæjarstjórnar.  Meðfylgjandi bréfinu er tillaga að breyttu  aðalskipulagi.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulaginu verði breytt, til samræmis við framlagða tillögu.


   


7. Minnisblað fjármálastjóra. - Samningur við Intrum.  2006-03-0131.


Lagt fram minnisblað Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 30. mars s.l., er varðar drög að samningi við Intrum á Íslandi ehf., um innheimtu vanskilakrafna.  Samningsdrögin fylgja minnisblaðinu.


Magnús Reynir Guðmundsson óskaði eftir að fá í hendur gjaldskrá Intrum varðandi innheimtu vanskilakrafna.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Intrum á Íslandi ehf., um innheimtu vanskilakrafna.



8. Bréf samgönguráðuneytis. - Svar við bréfi Ísafjarðarbæjar vegna Vestfjarðavegar,    Bjarkarlundur - Eyri.  2006-03-0105.


Lagt fram bréf samgönguráðuneytis dagsett 23. mars s.l., er varðar erindi Ísafjarðarbæjar til ráðuneytisins frá 17. mars s.l., þar sem skorað var á ráðuneytið að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar, þar sem hún leggst gegn því að Vestfjarðavegur verði lagður samkvæmt tillögu B á leiðinni frá Bjarkarlundi til Eyrar.  Í bréfinu er Ísafjarðarbæ bent á kæruleið, en ráðuneytið kemur ekki til með að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar.


Lagt fram til kynningar.


  


9. Bréf umhverfisráðuneytis. - Dagur umhverfisins 25. apríl n.k.  2006-03-0135. 


Lagt fram bréf frá umhverfisráðuneyti dagsett 22. maí s.l., er varðar dag umhverfisins þann 25. apríl n.k., þar sem fram kemur að dagurinn er tileinkaður endurnýtingu.  Tilefni bréfsins er að minna á daginn.


Bæjarráð vísar bréfinu til staðardagskrárnefndar og umhverfisnefndar.



10. Bréf bæjarstjóra. - Tillaga að breytingum á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar. 


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 30. mars s.l., er varðar tillögu að breytingum á stjórskipulagi Ísafjarðarbæjar. Í samræmi við stefnuræðu með fjárhagsáætlun ársins 2006 eru tillögur komnar fram vegna endurskoðunar stjórnsýslunnar.  Gerðar eru tillögur að breytingum á sviðum og skiptingu verkefna milli sviða.  Ekki eru gerðar neinar tillögur að breytingum á nefndaskipan eða öðrum þeim þáttum sem áhrif hafa á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.


Bæjarráð vísar tillögum að breytingum á stjórnskipulagi Ísafjarðarbæjar til fyrri umræðu í bæjarstjórn.  



11. Bréf samgöngunefndar Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar um  uppbyggingu    héraðsvega.  2006-03-0141.


Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 27. mars s.l., er varðar tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu héraðsvega, 310. mál.  Óskað er umsagnar um tillöguna og að svar berist nefndarsviði Alþingis í síðasta lagi þann 10. apríl n.k.  Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: www.althingi.is/altext/132s/0330.html.


Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.



12. Uppgjör Miðfells hf., Ísafirði, við Ísafjarðarbæ.


Lögð fram af Guðna G. Jóhannessyni, formanni bæjarráðs og Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, tillaga um uppgjör Miðfells hf., Ísafirði og Ísafjarðarbæjar í framhaldi af nauðasamningum fyrirtækisins frá 18. mars 2005.  Tillagan er svohljóðandi.


,,Skuldir Miðfells hf., við Ísafjarðarbæ þann 31. desember 2005 námu með áföllnum dráttarvöxtum kr. 29.855.504.-  Lagt er til að skuldir Miðfells hf. verði gerðar upp með eftirfarandi hætti.  Niðurfellt vegna nauðasamninga kr. 10.520.374.-, niðurfelldir áfallnir dráttarvextir kr. 6.978.559.-, skuldum breytt í hlutafé kr. 11.935.873.-, fyrirtækið greiði með peningum kr. 420.698.-.  Bæjarráð  gerir að skilyrði, að gengið verði frá peningagreiðslu kr. 420.698.- vegna áfallinna skulda 31. desember 2005.?  Þá er einnig skilyrði að greiðslur verði tryggðar á þeim gjöldum sem áfallin eru árið 2006. 


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að stórnotendaafsláttur vegna aukavatnsgjald fyrir árið 2006 verði 75%.


Auknum útgjöldum sveitarfélagsins vegna þessa uppgjörs er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins 2006.


Bæjarráð vísar ofangreindum tillögum til afgreiðslu í bæjarstjórn.



13. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, 91. fundur.


Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 91. fundi er haldinn var þann 27. febrúar 2006.


Lögð fram til kynningar.



14. Erindi Bjarka Bjarnasonar. - Kaup á eignarlóðum.  2006-03-0149.


Lagt fram bréf undirritað af Bjarka Bjarnasyni og dagsett þann 30. mars s.l., þar sem hann fyrir hönd G7 ehf., Ísafirði, óskar eftir að Ísafjarðarbær kaupi eignarlóð félagsins að Sundstræti 36, Ísafirði.


Í sama bréfi óskar hann jafnframt eftir fyrir hönd Margrétar Jónsdóttur og Guðna G. Jóhannessonar, Ísafirði, að Ísafjarðarbær kaupi eignarlóð þeirra að Mánagötu 1, Ísafirði. 


Ef af kaupum þessara lóða verður er óskað eftir að andvirðið gangi upp í greiðslu byggingarleyfis- og gatnagerðargjalda af Eikarlundi 1, 2, 4 og 6, Ísafirði.


Guðni G. Jóhannesson vék af fundi bæjarráðs undir þessum lið dagskrár. Bæjarráð felur bæjarritara að ræða við bréfritara um erindin.



15. Bréf bæjarstjóra og bæjartæknifræðings. - Grunnskólinn á Ísafirði. -


      Einkaframkvæmd. - Eignasjóður.


Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra og Jóhanns B. Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett 31. mars s.l., varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við stækkun á Grunnskólanum á Ísafirði og samanburð á verkinu sem einkaframkvæmd eða framkvæmd á vegum Eignarsjóðs Ísafjarðarbæjar.  Í bréfinu eru dregnir fram kostir og gallar við báðar framkvæmdaleiðir. Bæjarstjóri og bæjartæknifræðingur leggja til að Eignasjóður Ísafjarðarbæjar bjóði verkið út.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útboðið verði á vegu Eignasjóðs Ísafjarðar- bæjar.



16. Bréf stjórnar Gamla apóteksins. - Lokaskýrsla stjórnar.


Lagt fram bréf frá stjórn Gamla apóteksins, kaffi- og menningarhúsi ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum, dagsett 28. mars s.l., ásamt lokaskýrslu stjórnar.  Stjórnin vill færa bæjaryfirvöldum Ísafjarðarbæjar bestu kveðjur og þakklæti fyrir góðan stuðning við frumkvöðlastarfið. Lagt fram til kynningar.



17. Olíubirgðastöð á Ísafirði. - Möguleikar á framtíðarstaðsetningu.


Lagt fram bréf undirritað af Guðna G. Jóhannessyni, formanni bæjarráðs og Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett þann 31. mars s.l., varðandi olíubirgðastöð á Ísafirði, möguleika að framtíðarstaðsetningu.  Bréfinu fylgir skýrsla sem unnin var af Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., fyrir starfshóp á vegum Ísafjarðarbæjar.





Í ofangreindu bréfi kemur fram að bréfritarar telji að bæjarstjórn eigi að samþykkja að framtíðarstaðsetning verði á Mávagarði á Ísafirði og að undirbúning að hálfu bæjarins eigi að hefja nú þegar, þannig að olíufélögin geti hafist handa við uppbyggingu nýrrar olíubirgðastöðvar, sem allra fyrst, í samræmi við ýtrustu kröfur.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framtíðarstaðsetning olíubirgðastöðvar á Ísafirði verði á Mávagarði við Sundahöfn.


     


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:50.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.


Ingi Þór Ágústsson.      


Lárus G. Valdimarsson.


Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.











 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?