Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
925. fundur 11. apríl 2016 kl. 08:05 - 08:58 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Samband íslenskra sveitarfélaga, fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits - 2016020019

Lagt er fram bréf Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. mars sl., varðandi fyrirkomulag heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

2.Fjórðungssamband Vestfirðinga - Stefnumótandi Byggðaáætlun - 2016020005

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 4. apríl sl. ásamt bréfi Byggðastofnunar til landshlutasamtaka sveitarfélaga varðandi undirbúning að stefnumótun Byggðaáætlunar 2017-2023, dags. 17. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjórðungssamband Vestfirðinga - Fjórðungsþing - 2016020005

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 7. apríl, um fulltrúa sveitarfélagsins á fjórðungsþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldið verður 4. maí nk.
Bæjarráð samþykkti tilllögu bæjarstjóra að allir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar verði fulltrúar sveitarfélagsins á Fjórðungsþingi og hver fari með níunda hluta atkvæða Ísafjarðarbæjar. Varabæjarfulltrúar verði varamenn þeirra á sama hátt.

4.Umsókn um rekstrarleyfi gistiheimilis að Silfurgötu 12, Ísafirði - 2016010026

Lagt er fram bréf Rósu Ólafsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 6. apríl sl. þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistiheimilis að Silfurgötu 12, Ísafirði, dags. 4. apríl sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um rekstrarleyfi að Hrannargötu 2 - 2016010026

Lagt er fram bréf Rósu Ólafsdóttur, f.h. sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 22. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitinga að Hrannargötu 2, sbr. umsókn 11. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

6.Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. apríl sl., þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þjónustuvegar upp Hafrafellshlíð við byggingu ofanflóðagarðs.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar en óskar jafnframt upplýsinga frá Framkvæmdasýslunni um hvaða aðrar leiðir séu færar en að leggja þjónustuveg.

7.Framlag Ísafjaraðrbæjar til FastÍs 2015 - 2016030064

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 8. apríl sl., vegna framlags Ísafjarðarbæjar til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.
Bæjarráð samþykkir tillögur fjármálastjóra um framlag Ísafjarðarbæjar til Fasteigna Ísafjarðarbæjar, samtals að fjárhæð kr. 37.249.390,-.

8.Atvinnumál á Flateyri - 2010110076

Shiran Þórisson gerir grein fyrir hugmyndum sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða vinnur að vegna atvinnumála á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.
Shiran Þórisson yfirgaf fundinn kl. 8:48.

Gestir

  • Shiran Þórisson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða - mæting: 08:30

9.Fjórðungssamband Vestfirðinga - fundargerð - 2016020005

Lögð er fram til kynningar fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfjarða frá 21. mars sl.
Lögð fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 366 - 1604001F

Fundargerð 366. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 7. apríl sl., fundargerðin er í 9 liðum.
Lögð fram til kynningar.

11.Íþrótta- og tómstundanefnd - 168 - 1604003F

Fundargerð 168. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. apríl sl. fundargerðin er í 3 liðum.
Lögð fram til kynningar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 168 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að drögin verði samþykkt til tveggja ára, með þeim breytingum að ekki verði tekið mótsgjald árið 2016 og bætt inn endurskoðunarákvæðum haustið 2016.

Fundi slitið - kl. 08:58.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?