Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1271. fundur 29. janúar 2024 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Beiðni Orkubús Vestfjarða um breytingu á friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar - 2024010205

Mál sett á dagskrá að beiðni formanns bæjarráðs, og varðar beiðni Orkubús Vestfjarða til ráðherra um affriðun Vatnsfjarðar.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálsviðs, dags. 26. janúar 2024, þar sem fram koma bókanir skipulags- og umhverfisráðs og bæjarstjórnar Vesturbyggðar
Bæjarráð samþykkir samhljóða umsögn um Vatnsfjarðarvirkjun og felur bæjarstjóra að senda hana til ráðuneytisins.

2.Húsnæðisáætlun 2024 - 2024010204

Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2024 fyrir Ísafjarðarbæ og hvert byggðalag, lögð fram til samþykktar, auk þess sem minnisblað Smára Karlssonar, verkefnastjóra, dags. 26. janúar 2024, er lagt fram.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar 2024.

3.Bygging verknámshúss við MÍ - aðkoma sveitarfélaga - 2024010066

Á 1269. fundi bæjarráðs, þann 15. janúar 2024, var lagður fram tölvupóstur Sigríðar Ó Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dagsettur 11. janúar 2024, vegna aðkomu sveitarfélaga á Vestfjörðum að byggingu verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði. Bæjarráð bókaði að það fagnaði því að umræða um nýtt verkmenntahús sé komin á skrið og fól bæjarstjóra að vera í sambandi við Vestfjarðastofu og Samband íslenskra sveitarfélaga vegna málsins.

Eru nú lagðar fram upplýsingar frá mennta- og barnamálaráðuneyti um lauslega kostnaðardreifingu sveitarfélaganna á Vestfjörðum.
Bæjarráð bókar samhljóða að vonast sé til samstöðu sveitarfélaganna á Vestfjörðum um byggingu nýs verknámshúss við Menntaskólann á Ísafirði enda um ríkt hagsmunamál svæðisins að ræða.

4.Málstefna Ísafjarðarbæjar - 2023090020

Á 1254. fundi bæjarráðs, þann 11. september 2023, var lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 5. september 2023, um hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu, í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Var jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. september 2023, vegna málsins.

Bæjarráð samþykkti að hafin verði vinna við gerð málstefnu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

Er nú lögð fram drög að málstefnu Ísafjarðarbæjar til samþykktar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra drög að málstefnu í samræmi við umræður á fundinum, og vísar málstefnunni í eftirfarandi fastanefndir til umsagnar: menningarmálanefnd, fræðslunefnd, íþrótta- og tómstundanefnd, og velferðarnefnd.

5.Umsókn um lóð við Sundabakka - Þrymur - 2022090020

Á 611. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 22. júní 2023, mættu fulltrúar Þryms hf. vélsmiðju til fundar til að kynna fyrirætlanir um uppbyggingu á lóð sem fyrirtækið hefur sótt um við Sundabakka á Ísafirði. Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði erindinu til kynningar í bæjarráði.

Var málið lagt fyrir 1246. fund bæjarráðs til kynningar, og bókað að bæjarráð fæli bæjarstjóra að gera viljayfirlýsingu við Þrym hf. á grundvelli kynningarinnar, og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Er nú viljayfirlýsing við Þrym hf. um lóðaúthlutun til hafnsækinnar starfsemi lögð fram til samþykktar
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viljayfirlýsingu við Þrym hf. um lóðaúthlutun til hafnsækinnar starfsemi.

6.Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar sameining nefnda 2023 - 2023120013

Lögð fram til nýrrar síðari umræðu í bæjarstjórn breyting á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, en innviðaráðuneytið hefur ekki fallist á fullnaðarákvörðunarvald bæjarráðs til kosningar í stjórnir sem sveitarfélagið hefur aðild að, sbr. síðari umræðu bæjarstjórnar 21. desember 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umræddar breytingar.

7.Samþykkt um öldungaráð - 2022030030

Lögð fram til samþykktar tillaga að breytingum á samþykkt um öldungaráð, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. janúar 2024, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á samþykkt um öldungaráð.

8.Framtíðarskipulag útivistarsvæðis í Skutulsfirði - afskrift eignfærðs kostnaðar - 2017030089

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 23. janúar 2024, vegna afskrifta eignfærðs kostnaðar skíðasvæðisins.
Bæjarráð samþykkir afskriftir eignfærðs kostnaðar að fjárhæð kr. 15.872.436,- m.v. árslok 2023 vegna kostnaðar við hönnun skíðasvæðisins.

Bæjarráð árréttar samhljóða að um bókhaldslega aðgerð sé að ræða. Gögnin verða til umfjöllunar í vinnu við aðalskipulag og eru gagnleg við ákvarðanir um framtíðaruppbyggingu á svæðinu.

9.Leiga Félagsheimilisins á Flateyri - 2023090022

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. janúar 2024, varðandi útleigu og/eða lán Félagsheimilisins á Flateyri.
Bæjarráð telur rétt að setja gjaldskrá fyrir útleigu félagsheimilisins á Flateyri og felur bæjarstjóra að útbúa gjaldskrá í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykkar.

Bæjarráð áréttar að unnið sé að skráningu rétts eignarhalds hússins og að því loknu sé hægt að taka ákvörðun um framtíð þess.

10.Beiðni um styrk vegna leigu á stólum í eigu Ísafjarðarbæjar - 2024010173

Lögð fram styrkbeiðni frá Andreu Gylfadóttur f.h. kvenfélagsins Hvatar í Hnífsdal dags. 23. janúar 2024 vegna leigu á stólum í eigu Ísafjarðarbæjar. Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 24. janúar 2024.
Bæjarstjóra falið að ræða við umsækjendur um málið með hliðsjón af umræðum á fundinum og jafnframt að endurskoða aðkomu bæjarins að þorrablótshaldi og öðrum fullorðinsskemmtunum í sveitarfélaginu, og leggja drög að reglum fyrir bæjarráð til samþykktar.

11.Umsókn um styrk vegna húsaleigu - þorrablót á Suðureyri - 2024010199

Lagt fram bréf Þorgerðar Karlsdóttur f.h. þorrablótsnefndar Súgfirðinga, dagsett 24. janúar 2024, þar sem óskað er eftir styrk vegna leigu á félagsheimili Súgfirðinga til að halda þorrablót þann 17. febrúar. Leiga fyrir húsið er 200.000 kr.
Bæjarstjóra falið að ræða við umsækjendur um málið með hliðsjón af umræðum á fundinum og jafnframt að endurskoða aðkomu bæjarins að þorrablótshaldi og öðrum fullorðinsskemmtunum í sveitarfélaginu, og leggja drög að reglum fyrir bæjarráð til samþykktar.

12.Umsókn um styrk vegna húsaleigu - þorrablót í Holti - 2024010206

Lögð fram beiðni Eddu Bjarkar Magnúsdóttur, f.h. þorrablótsnefndar Holtsblóts 2024, þar sem óskað er styrks að fjárhæð kr. 150.000 fyrir leigu á aðstöðu Holt-inn.
Bæjarstjóra falið að ræða við umsækjendur um málið með hliðsjón af umræðum á fundinum og jafnframt að endurskoða aðkomu bæjarins að þorrablótshaldi og öðrum fullorðinsskemmtunum í sveitarfélaginu, og leggja drög að reglum fyrir bæjarráð til samþykktar.
Fylgiskjöl:

13.Hverfisráð - fundargerðir 2024 - 2024010183

Lögð fram til kynningar fundargerð hverfisráðsins Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, en fundur var haldinn 9. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir og ýmis mál 2024 - Náttúrustofa Vestfjarða - 2024010182

Lagt fram bréf Stefáns Guðmundssonar og Arnars Þórs Sævarssonar f.h. umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, dagsett 10. janúar 2024, þar sem lagt er til að samningar ráðuneytisins við sveitarfélög, um rekstur náttúrustofa, verði framlengdir til ársloka 2024.
Jafnframt er tilkynnt að vinna sé að hefjast við endurskoðun á stjórnskipulagi náttúrustofa.
Erindi lagt fram til kynningar.
Bæjarráð tekur jákvætt í að samningur verði framlengdur til ársloka 2024.

15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 624 - 2401008F

Lögð fram til kynningar fundargerð 624. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. janúar 2024.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lögð fram til kynningar fundargerð 624. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. janúar 2024. Fundargerðin er í níu liðum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?