Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1270. fundur 22. janúar 2024 kl. 08:10 - 09:44 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024-26 - 2024010076

Lögð fram til kynningar drög að stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa fyrir árin 2024-2026, sem hefur verið í vinnslu í hafnarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

2.Ársskýrsla 2023 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2024010121

Lögð fram til kynningar ársskýrsla slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2023.
Bæjarráð vísar árskýrslunni til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.

3.Þjónusta á knattspyrnusvæði á Torfnesi - 2024010049

Lagður fram tölvupóstur frá Samúel Samúelssyni, formanni meistaraflokksráðs knattspyrnudeildar Vestra, dags. 10. janúar 2024. Þar er óskað eftir 6 mánaða samningi við Ísafjarðarbæ um umsjá knattspyrnusvæðis á Torfnesi. Einnig er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 18. janúar 2024 varðandi verkefnin á knattspyrnusvæðinu og áætlaðan kostnað.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum, og leggja málið fyrir að nýju.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:07

4.Styrkbeiðni vegna Stútungs 2024 - 2024010114

Lagt fram erindi Jónu Láru Sveinbjörnsdóttur f.h. Stútungsnefndar, dags. 17. janúar 2024, þar sem óskað er eftir styrk vegna Stútungs. Styrkupphæðin nemur kr. 284.010 sem er upphæð vegna leigu á íþróttahúsinu á Flateyri og leigu á sviði og stólum sem eru í eigu Ísafjarðarbæjar. Ekki er gert ráð fyrir kostnaði vegna flutnings á búnaðinum.
Bæjarráð samþykkir beiðni Stútungsnefndar um styrk vegna vegna leigu Stútungs á íþróttahúsi, sviði, borðum og stólum, og flutningi á búnaði eftir atvikum.
Hafdís yfirgaf fund kl. 9:33.

5.Breytt fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila - 2024010125

Lögð fram til kynningar skýrsla fjármála- og efnahagsráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis, „Breytt fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila“, dagsett í nóvember 2023.
Bæjarráð fagnar því að skýrslan sé framkomin enda hefur fjármögnun og bygging fasteigna hjúkrunarheimila verið í ólestri um langt skeið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir bæjarráð.

6.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2024010120

Lögð fram til kynningar fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 12. janúar 2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:44.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?