Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1255. fundur 18. september 2023 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Endurskoðun innkaupareglna Ísafjarðarbæjar - 2017050075

Lagðar fram til samþykktar uppfærðar innkaupareglur Ísafjarðarbæjar, með innkaupastefnu Ísafjarðarbæjar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. september 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðar innkaupareglur Ísafjarðarbæjar, með innkaupastefnu Ísafjarðarbæjar frá 2020.

2.Fab lab smiðja í MÍ - beiðni um samstarf - 2023060085

Lagt fram til samþykktar minnisblað Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 15. september 2023, varðandi ógreidda notkun skóla Ísafjarðarbæjar á aðstöðu Fab Lab árið 2022.
Bæjarráð samþykkir tillögu Örnu Láru Jónsdóttur um samþykki fyrir greiðslu afnota af Fab Lab smiðju árið 2022, þrátt fyrir að samningur hafi verið útrunninn milli Ísafjarðarbæjar og Menntaskólans á Ísafirði, en gera þarf viðauka vegna málsins.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2023010091

Lagður fram til samþykktar viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2023, vegna greiðslu vegna notkunar skóla Ísafjarðarbæjar á Fab Lab smiðju árið 2022, alls að fjárhæð kr. 4.932.000. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0, en fjármunir verða nýttir vegna endurgreiðslu lögfræðikostnaðar vegna Óbyggðanefndar á árinu 2023.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykka viðauka 10 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023, vegna greiðslu vegna notkunar skóla Ísafjarðarbæjar á Fab Lab smiðju árið 2022, alls að fjárhæð kr. 4.932.000. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 0, en fjármunir verða nýttir vegna endurgreiðslu lögfræðikostnaðar vegna Óbyggðanefndar á árinu 2023.

4.68. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2023 - 2023030065

Lagt fram til kynningar erindi Aðalsteins Óskarsson, f.h. Fjórðungssambands Vestfjarða, þar sem tilkynnt er um breytingar á dagskrá 68. fjórðungsþings að hausti, sem haldið verður 6.-7. október 2023, í Bolungarvík.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 932. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 8. september 2023.
Lagt fram til kynningar.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Á 1253. fundi bæjarráðs, þann 4. september 2023, var lagt fram erindi matvælaráðuneytisins, dags. 29. ágúst 2023, þar sem kynnt er mál nr. 159/2023 í samráðsgátt stjórnvalda, „Auðlindin okkar - sjálfbær sjávarútvegur.“ Umsagnarfrestur er til 26. september 2023.

Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar. Er það nú lagt fram á nýjan leik.
Lagt fram til kynningar.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Á 1253. fundi bæjarráðs, þann 4. september 2023, var lagt fram erindi matvælaráðuneytisins, dags. 29. ágúst 2023, þar sem kynnt er mál nr. 160/2023 í samráðsgátt stjórnvalda, „Áform um lagasetningu - frumvarp til laga um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar (heildarlög).“ Umsagnarfrestur er til 26. september 2023.

Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar. Er það nú lagt fram á nýjan leik.
Lagt fram til kynningar.

8.Málefni leikskóla 2023 - 2023090036

Mál tekið fyrir að beiðni fulltrúa í bæjarráði, en fræðslunefnd tók fyrir á 456. fundi sínum, þann 14. september 2023, mál um málefni leikskóla, og lagði nefndin til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð leggur til við fræðslunefnd að taka málið aftur fyrir og leggja fyrir bæjarstjórn frekari upplýsingar og gögn um tillöguna; markmið starfshópsins, skipan hans og verkefni.

9.Fræðslunefnd - 456 - 2309004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 456. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 14. ágúst 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 9.4 2023090036 Málefni leikskóla 2023
    Fræðslunefnd - 456 Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Ísafjarðarbæjar.

10.Hafnarstjórn - 243 - 2309009F

Fundargerð 243. fundar hafnarstjórnar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 13. september 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 615 - 2309011F

Fundargerð 615. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 14. september 2023.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 11.1 2023040034 Gjaldskrár 2024
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 615 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá vegna gatnagerðar- og byggingarleyfisgjalda sem og gjaldskrá skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa, fyrir árið 2024.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari greiningu á launakostnaði starfsmanna Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar til grundvallar gjaldskrár.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 615 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    40. gr. snýr að:
    Þegar vinna við gerð deiliskipulagstillögu hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 615 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings í samræmi við gildandi skipulag, nefndin bendir jafnframt á að lóðin stækkar úr 570 fm. í 617 fm.
    Önnur atriði sem snúa að gestahúsi, er umsókn til byggingarfulltrúa.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 615 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Útgerðarfélagið Vonin ehf. fái lóð við Stefnisgötu 8, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
    Nefndin bendir umsækjanda á að á svæðinu er hverfisvernd í gildi og skulu mannvirki sem byggð verða taka mið af þeim kvöðum.
    Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að heimila málsaðila breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala, í samræmi við umsókn.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 615 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Útgerðarfélagið Vonin ehf. fái lóð við Stefnisgötu 10, Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
    Nefndin bendir umsækjanda á að á svæðinu er hverfisvernd í gildi og skulu mannvirki sem byggð verða taka mið af þeim kvöðum.
    Nefndin leggur jafnframt til við bæjarstjórn að heimila málsaðila breytingu á deiliskipulagi Suðureyrarmala, í samræmi við umsókn.

12.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 136 - 2309010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 136. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 13. september 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

13.Velferðarnefnd - 472 - 2309005F

Lögð fram til kynningar fundargerð 472. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 14. september 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Velferðarnefnd - 472 Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðar að lögð verði sérstök áhersla á viðhald húsnæðis á Hlíf sem nýtt er í þjónustu við aldraða. Nefndin felur starfsmönnum að tiltaka áhersluþætti í framkvæmdaáætlun.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?