Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1254. fundur 11. september 2023 kl. 08:10 - 10:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Ársfjórðungsuppgjör 2023 - 2023050129

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 7. september 2023, um niðurstöðu annars ársfjórðungs 2023 ásamt stöðu framkvæmda í lok annars ársfjórðungs.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Edda M. Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10

2.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2023 - 2023030067

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 5. september 2023, vegna launakostnaðar fyrir janúar til ágúst 2023.
Lagt fram til kynningar.
Edda María og Ásgerður yfirgáfu fund kl. 8:35.

Gestir

  • Ásgerður Þorleifsdóttir, deildarstjóri launadeildar - mæting: 08:25

3.Breyting á framkvæmdaáætlun - Gamli Gæsló Ísafirði og Hreystivöllur Ísafirði - 2022120021

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, og Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. september 2023, um uppsetningu tækja á Gamla gæsló og hreystivellinum við Hlíf, en óskað er eftir því að bæjarráð samþykki breytingar á framkvæmdaáætlun og heimila útboð á framangreindum verkefnum í samræmi við innkaupareglur Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð samþykkir breytingar á framkvæmdaáætlun skv. minnisblaði sviðsstjóra og fjármálastjóra, og heimilar útboð á framangreindum verkefnum í samræmi við innkaupareglur Ísafjarðarbæjar.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:35

4.Umferðaröryggi á Suðureyri - 2023060041

Á 1244. fundi bæjarráðs, þann 12. júní 2023, var lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 9. júní 2023, vegna umferðaröryggismála við grunnskólann á Suðureyri. Bæjarráð lagði áherslu á að tryggja aðkomu íbúa gagnvart tillögum um skipulagsbreytingar við Túngötu og að tryggja sem best öryggi barna í kringum skólann og vísaði málinu til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

Nefndin tók málið fyrir á 133. fundi, þann 14. júní 2023, þar sem nefndin óskaði eftir umsögn skólastjórnenda vegna óska hverfisráðs um breytingar á akstri. Umsögn skólastjórnenda leik- og grunnskóla á Suðureyri barst 4. september 2023, þar sem vel var tekið í tillögur um vistgötu og hringakstur, auk þess sem fram komu aðrar tillögur um bætt aðgengi skólabarna og gangandi.

Er umsögnin nú lögð fram.

Samkvæmt minnisblaði sviðsstjóra er óskað afstöðu bæjarráðs til þess að gera Túngötu (t.d. svæði frá gatnamótum við kirkju að Túngötu 6/gatnamótum við Aðalgötu) að vistgötu, en sú breyting þarf samþykki lögreglu.

Jafnframt að óskað afstöðu bæjarráðs til þess að óska samþykkis lögreglustjóra á að setja upp einstefnu við vestari enda Túngötu (t.d. við hús nr. 6), til að nokkurs konar „hringakstur“ myndist við skóla/íþróttahús, til að bæta umferðaröryggi á svæðinu. Gæta þarf þó að aðkomu íbúa í húsi nr. 6 að húsi og bílskúr.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að gera Túngötu að vistgötu (t.d. svæði frá gatnamótum við kirkju að Túngötu 6/gatnamótum við Aðalgötu).

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að óska samþykkis lögreglustjóra fyrir að setja upp einstefnu við vestari enda Túngötu (t.d. við hús nr. 6), til að nokkurs konar „hringakstur“ myndist við skóla/íþróttahús, til að bæta umferðaröryggi á svæðinu, auk vistgötu frá Sægötu að Grunnskólanum á Suðureyri. Gæta þarf þó að aðkomu íbúa í húsi nr. 6 að húsi og bílskúr.

Að lokum er frekari framkvæmdum vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2024.
Axel yfirgaf fund kl. 8.50.

5.Beiðni um endurnýjun á samningi um kaup Ísafjarðarbæjar á tímum í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði - 2018050047

Lagður fram til samþykktar endurnýjaður samningur um kaup Ísafjarðarbæjar á tímum í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði, ásamt minnisblaði Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 8. september 2023, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun samnings um kaup Ísafjarðarbæjar á tímum í reiðhöll Knapaskjóls á Söndum í Dýrafirði, ásamt minnisblaði Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, dags. 8. september 2023, vegna málsins.

6.Málstefna Ísafjarðarbæjar - 2023090020

Lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 5. september 2023, um hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu, í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. september 2023, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir að hafin verði vinna við gerð málstefnu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

7.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023 - 2023090008

Lagt fram bréf Hermanns Sæmundssonar og Guðna Geirs Einarssonar f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dagsett 31. ágúst 2023, þar sem boðað er til ársfundar sjóðsins þann 20. september.
Lagt fram til kynningar.

8.Strokulaxar í fiskeldi - 2023090028

Mál tekið fyrir að beiðni formanns bæjarráðs varðandi fréttir af strokulaxi úr eldiskvíum Artic Fish.

Stein Ove Tveiten framkvæmdastjóra Arctic Fish boðið til fundar til umræðu um málið.
Bæjarráð hefur áhyggjur af slysasleppingum úr eldiskvíum. Ímynd atvinnugreinarinnar og vöxtur eldis á Vestfjörðum á framtíð sína undir góðri framkvæmd og eftirliti eldisfyrirtækja, og að réttar upplýsingar um málsatvik og góð viðbrögð komi fram þegar atvik af þessu tagi gerast.

Gestir

  • Stein Ove, framkvæmdastjóri Arctic Fish - mæting: 09:00

9.Málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir - Raufarhöfn - 2023090024

Lagt fram erindi Byggðastofnunar, dags. 29. ágúst 2023, ásamt fylgigögnum, þar sem boðið er til málþings um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir á Raufarhöfn fimmtudaginn 5. október nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum, kl. 10.30-16.20.
Lagt fram til kynningar.

10.Hverfisráð - fundargerðir 2023 - 2023040052

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Hverfisráðs Súgandafjarðar sem haldinn var 5. september 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2023 - 2023020021

Lögð fram til kynningar fundargerð 144. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis, sem haldinn var 7. september 2023. Jafnframt lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun fyrir árið 2024, og gjaldskrár ársins 2024.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að ræða við framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna þeirra atriða sem rædd voru á fundinum.

Fundargerð send umhverfis- og framkvæmdanefnd til kynningar.

12.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106

Mál tekið fyrir að beiðni fulltrúa í bæjarráði, en íþrótta- og tómstundanefnd afgreiddi uppfærðar reglur til samþykktar í bæjarstjórn, á síðasta fundi sínum þann 6. september 2023.
Bæjarráð leggur til við íþrótta- og tómstundanefnd að yfirfara reglurnar með nánari hætti í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu á fundinum, og vísa aftur til samþykktar í bæjarstjórn.

13.Íþrótta- og tómstundanefnd - 243 - 2308011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 234. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 6. september 2023.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?