Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1253. fundur 04. september 2023 kl. 08:10 - 09:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Afreksíþróttasvið Menntaskólans á Ísafirði - beiðni um samstarf - 2023060084

Á 1245. fundi bæjarráðs, þann 19. júní 2023, var lagt fram bréf Heiðrúnar Tryggvadóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, dagsett 14. júní 2023, þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi við Ísafjarðarbæ vegna afreksíþróttasviðs skólans. Var bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

Er nú lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 31. ágúst 2023, um beiðni Menntaskólans á Ísafirði um styrk vegna afreksbrautar skólans. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til styrkbeiðninnar.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra um að styrkur til afreksíþróttabrautar Menntaskólans á Ísafirði verði í formi afsláttar af leigu íþróttahússins á Torfnesi.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8.17.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10

2.Forsendur fjárhagsáætlana 2024-2027 - 2023090004

Lagt fram til kynningar erindi Sigurðar Á. Snævarr, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2023, um spá Hagstofu Íslands og forsendur fjárhagsáætlana 2024-2027,
Lagt fram til kynningar.
Edda María yfirgaf fund kl. 8:34.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:17

3.Ályktun hreppsnefndar Árneshrepps um sameiningu sveitarfélaga - 2023090005

Mál tekið á dagskrá að beiðni formanns bæjarráðs en lögð er fram ályktun hreppsnefndar Árneshrepps, frá 9. ágúst 2023, þar sem lýst er yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu.
Bæjarráð tekur jákvætt í ályktun hreppsnefndar Árneshrepps um vilja til sameiningar við önnur sveitarfélög. Ísafjarðarbær er opinn fyrir viðræðum um sameiningu sveitarfélaganna, enda liggja sveitrarfélögin saman, þótt í vegleysu sé.
Fylgiskjöl:

4.Óbyggðanefnd - kröfur ríkisins um þjóðlendur í Ísafjarðarsýslum - 2020100034

Lagt fram til kynningar erindi Ernu Erlingsdóttur, skrifstofustjóra Óbyggðanefndar, vegna úrskurða nefndarinnar í þjóðlendumálum í Ísafjarðarsýslum. Jafnframt lagt fram minnisblað um niðurstöður í þjóðlendumálum, yfirlitskort úrskurða á svæði 10-B, úrskurður sem varðar kröfur Ísafjarðarbæjar nr. 4/2021 og yfirlitskort vegna úrskurða þess svæðis.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 1. september 2023, vegna málsins.
Lagt fram til kynningar.

5.Stefnumótun um fiskeldissjóð - 2023090003

Lagt fram erindi Hjalta Jóns Guðmundssonar, f.h. Matvælaráðuneytisins, dags. 1. september 2023, ásamt greinargerð um Fiskeldissjóð, þar sem sveitarfélögum er gefinn frestur til 8. september 2023, til að bregðast við greinargerðinni um hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi Fiskeldissjóðs.
Bæjarráð telur reiknireglu skv. greinargerð ráðuneytisins of einfalda fyrir flókna virðiskeðju fiskeldis. Verði ákvörðunin sú að miða við fjölda starfsmanna í greininni, til útreiknings fjármagns úr Fiskeldissjóði til sveitarfélaganna, er nauðsynlegt að taka tillit til afleiddra starfa, enda er óhjákvæmilegt fyrir atvinnugreinina að hafa stuðning af tengdri starfsemi. Eins er mikilvægt að skilgreining og uppruni gagnanna verði skýrari en sjá má af greinargerðinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna og bregðast við greinargerðinni með þeim athugasemdum sem ræddar voru á fundinum.

6.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2023 - 2023010041

Lögð fram umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 28. ágúst 2023, vegna umsóknar Katrínar Báru Albertsdóttur, um tækifærisleyfi í félagsheimilinu í Hnífsdal, fyrir nýnemaball Menntaskólans á Ísafirði, þann 7. september 2023, kl. 22.00, til kl. 01 aðfaranótt 8. september 2023.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis.

7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagt fram erindi matvælaráðuneytisins, dags. 29. ágúst 2023, þar sem kynnt er mál nr. 159/2023 í samráðsgátt stjórnvalda, "Auðlindin okkar - sjálfbær sjávarútvegur". Umsagnarfrestur er til 26. september 2023.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lagt fram erindi matvælaráðuneytisins, dags. 29. ágúst 2023, þar sem kynnt er mál nr. 160/2023 í samráðsgátt stjórnvalda, "Áform um lagasetningu - frumvarp til laga um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar (heildarlög)". Umsagnarfrestur er til 26. september 2023.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

9.Ársreikningur Fasteigna Ísafjarðarbæjar 2022 - 2023060129

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. 2022.
Lagt fram til kynningar.

10.68. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2023 - 2023030065

Lögð fram boðun Aðalsteins Óskarssonar, f.h. Fjórðungssambands Vestfjarða, dags. 31. ágúst 2023, á 68. Fjórðungsþing Vestfirðinga að hausti, sem haldið verður í Bolungarvík 6.-7. október 2023, ásamt upplýsingum um skráningu, ályktanir og öðrum praktískum gögnum.
Lagt fram til kynningar.

11.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 135 - 2307010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 135. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 30. ágúst 2023.

Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 135 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki framlagða samþykkt um meðhöndlun úrgangs.

12.Fræðslunefnd - 455 - 2307012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 455. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 24. ágúst 2023.

Fundargerðin er í níu liðum.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?