Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1205. fundur 18. júlí 2022 kl. 08:10 - 08:46 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs mætir til fundar kl. 8:10.

1.Safnahúsið - Viðhald 2022, útboð verkþátta - 2022030130

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. júlí 2022, ásamt bókun úr fundargerðarbók við opnun tilboða, dags. 15. júlí 2022, vegna útboðs verkþátta við endurbætur á Safnahúsinu á Ísafirði, en lagt er til við bæjarráð að samþykkja tilboð Urðarkletts ehf. að fjárhæð kr. 10.050.050. Jafnframt lagt fram til kynningar verklýsing og verðfyrirspurn vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Urðarklett ehf. á grundvelli tilboðs félagsins, að fjárhæð kr. 10.050.050, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Gestir

  • Axel Rodriguez Överby - mæting: 08:10

2.Aðstaða aðgerðarstjórnar og rými almannavararnefndar - 2020100082

Lagður fram til samþykktar leigusamningur Ísafjarðarbæjar við Björgunarfélag Ísafjarðar um aðstöðu almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, svo og aðgerðastjórnar.
Bæjarráð samþykkir leigusamning Ísafjarðarbæjar við Bjögunarfélag Ísafjarðar um aðstöðu almannavarnarnefndar og aðgerðastjórnar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

3.Húsfélag Sindragötu 4a - Kvörtun til söluaðila - 2022070064

Lagt fram erindi Árnýjar Halldórsdóttur, formanns Húsfélags Sindragötu 4a, Ísafirði, dagsett 28. júní 2022, vegna kvörtunar um galla og vankanta á frágangi undir gluggum á fasteigninni, auk minnisblaðs Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 14. júlí vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir tillögur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að bætt verði úr göllum Sindragötu 4a á Ísafirði, þannig að áfellur verði settar á, til varnar frekari skemmdum. Verði frekara tjón að ári, verði dómkvaddur matsmaður til þess að meta umfang þess. Bæjarstjóra falið að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna málsins og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

4.Aðalstræti 29, Þingeyri - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2022070065

Lagt fram erindi Hönnu Jónu Ástvaldsdóttur, dags. 27. júní 2022, þar sem óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingu bílskúrs á lóð Aðalstrætis 29, Þingeyri. Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 15. júlí 2022, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir að veita 30% afslátt af álögðum gatnagerðargjöldum vegna viðbyggingar bílskúrs á lóð Aðalstrætis 29, á Þingeyri, þannig að heildarálögð gatnagerðargjöld vegna þegar samþykktra framkvæmda verði kr. 833.751. Um er að ræða sérstaka lækkunarheimild sveitarstjórnar, sbr. 7. gr. samþykktar Ísafjarðarbæjar um gatnagerðargjald, með vísan til röksemda í erindi umsækjanda um stuðning sveitarfélagsins til Þingeyrar sem brothætt byggð.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

5.Sundstræti 36, eignarland og lóðarmál - 2020100045

Lagður fram til samþykktar nýr lóðaleigusamningur vegna viðbótar við lóð Kerecis við Sundstræti 38, Ísafirði, ásamt minnisblaði Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. júlí 2022, vegna málsins.
Bæjarráð samþykkir nýjan lóðaleigusaming vegna viðbótar við lóð Kerecis við Sundstræti 38 á Ísafirði.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

6.Orlofsbyggð í Dagverðardal - 2022020029

Á 586. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 27. júní 2022, voru kynnt uppfærð drög að afnotasamningi Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf. um afnot af landi á reit Í9 í Dagverðardal. Fyrirtækið hyggst reisa allt að 50 frístundahús á reitnum. Málið var áður á dagskrá á 584. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og voru starfsmönnum umhverfis- og eignasviðs falið að uppfæra drögin í samræmi við athugasemdir nefndarmanna. Skipulags- mannvirkjanefnd vísaði samningsdrögunum til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð tók málið fyrir á 1203. fundi sínum þann 4. júlí 2022, og bókaði að það tæki jákvætt í erindið og fagni uppbyggingu frístundahúsa í Dagverðadal. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

Skiðpulags- og mannvirkjanefnd tók málið aftur fyrir á 588. fundi sínum, þann 11. júlí 2022, og bókaði að það legði til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf.
Bæjarráð samþykkir samning Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf. um uppbyggingu orlofsbyggðar í Dagverðardal.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

7.Samþykkt um stöðuleyfi - 2022070024

Á 588. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. júlí 2022, var lögð fram til samþykktar ný samþykkt Ísafjarðarbæjar um útgáfu stöðuleyfa, unnin af umhverfis- og eignasviði í júní 2022.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja samþykkt um útgáfu stöðuleyfa.

Er málið nú lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið frekar og leggja aftur fram til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.

8.Daltunga 2 - umsókn um lóð - 2022060124

Á 588. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. júlí 2022, var lögð fram til samþykktar umsókn 1989 ehf., dags. 12. júní 2022, um einbýlishúsalóð lóð við Daltungu 2 á Ísafirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að 1989 ehf. fái lóðina við Daltungu 2, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Er nú málið lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að 1989 ehf. fái einbýlishúsalóðina við Daltungu 2 á Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

9.Fífutunga 4, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2022070001

Á 588. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. júlí 2022, var lögð fram til samþykktar umsókn Rúnars Freys Hafþórssonar, dags. 30. júní 2022, um einbýlishúsalóð lóð við Fífutungu 4 á Ísafirði.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að Rúnar Freyr Hafþórsson fái lóðina við Fífutungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Er nú málið lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að Rúnar Freyr Hafþórsson fái lóðina við Fífutungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

10.Ketilseyri í Dýrafirði L140660- ný lóð undir sumarhús - 2022060167

Á 588. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. júlí 2022, var lögð fram umsókn Ómars Dýra Sigurðssonar um stofnun lóðar í landi Ketilseyrar í Dýrafirði, en auk þess var lagt fram til kynningar mæliblað frá Verkís.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar á jörðinni Ketilseyri í Dýrafirði.

Er málið nú lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að heimila stofnun lóðar í landi Ketilseyrar í Dýrafirði.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

11.Grænigarður - umsókn um stofnun á lóð - 2022070006

Á 588. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. júlí 2022, var lögð fram umsókn Jóhönnu Oddsdóttir og Sigurveigar Gunnarsdóttir, f.h. dánarbúa Magdalenu Sigurðardóttur og Gunnars Péturssonar, um lóð undir geymsluskúr við Grænagarð á Ísafirði, F2120246.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar og gerð lóðarleigusamnings undir geymsluskúr við Grænagarð á Ísafirði, F2120246.

Er málið nú lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að heimila stofnun lóðar og gerð lóðarleigusamnings undir geymsluskúr við Grænagarð á Ísafirði, fnr. 212-0246.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

12.Aðalstræti 26, Þingeyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022060046

Á 588. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. júlí 2022, var lögð fram til samþykktar umsókn F&S hópferðabíla ehf. um lóðarleigusamning fyrir Aðalstræti 26 á Þingeyri, en auk þess var lagt fram til kynningar mæliblað tæknideildar, dags. 7. júlí 2022.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Aðalstræti 26 á Þingeyri, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.

Er málið nú lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Aðalstræti 26 á Þingeyri, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

13.Vallargata 15, Þingeyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2022060047

Á 588. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. júlí 2022, var lögð fram til samþykktar umsókn Friðfinns S. Sigurðssonar um lóðarleigusamning fyrir Vallargötu 15 á Þingeyri, auk þess sem lagt var fram til kynningar mæliblað tæknideildar, dags. 7. júlí 2022.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Vallargötu 15, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.

Er málið nú lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Vallargötu 15, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

14.Hjallavegur 6 - Umsókn um lóðarleigusamning - 2022060105

Á 588. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. júlí 2022, var lögð fram til samþykktar umsókn Torfa Tímoteusar Björnssonar um lóðarleigusamning fyrir Hjallaveg 6 á Ísafirði, auk þess sem lagt er fram til kynningar mæliblað tæknideildar, dags. 27. júní 2022.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Hjallaveg 6 á Ísafirði, í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.

Er málið nú lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Hjallaveg 6 á Ísafirði, í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

15.Efri Tunga -lóðarleigusamningur - 2021090070

Á 588. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 11. júlí 2022, var lögð fram umsókn Guðmundar Jens Jóhannssonar, f.h. eigenda Efri-Tungu, um lóðarleigusamning fyrir Efri Tungu í Skutulsfirði, auk þess sem lagt er fram til kynningar mæliblað Tæknideildar dags. 7. júlí 2022, vegna lóðarinnar.

Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Efri-Tungu í samræmi við mæliblað tæknideildar.

Er málið nú lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Efri-Tungu í samræmi við mæliblað tæknideildar.

Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt 8. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.
Axel Rodriguez Överby yfirgefur fund kl. 8:40.

16.Mönnunarvandi heilbrigðisstofnana - 2022070054

Lögð fram bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá 5. júlí 2022, vegna stöðu mönnunar heilbrigðisstarfsfólks á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni, en bæjarstjórn Vestmannaeyjar skorar á önnur sveitarfélög að taka undir umrædda bókun, eða bóka með sambærilegum hætti.
Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

17.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 - 2206020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 588. fundar skipulags- op mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. júlí 2022.

Fundargerðin er í 21 lið.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi samning Ísafjarðarbæjar og Fjallabóls ehf.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að 1989 ehf. fái lóðina við Daltungu 2, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

    Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Rúnar Freyr Hafþórsson fái lóðina við Fífutungu 4 á Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

    Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Aðalstræti 26 á Þingeyri, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir vallargötu 15, í samræmi við deiliskipulag Þingeyrar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn á að heimila útgáfu lóðarleigusamnings undir Hjallaveg 6 á Ísafirði, í samræmi við framlagt mæliblað tæknideildar.
  • 17.14 2022060167 Ketilseyri - ný lóð
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar á jörðinni Ketilseyri í Dýrafirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar og gerð lóðarleigusamnings undir geymsluskúr við Grænagarð á Ísafirði.
  • 17.18 2022070024 Samþykkt um stöðuleyfi
    Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 588 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir Efri-Tungu í samræmi við mæliblað tæknideildar.

Fundi slitið - kl. 08:46.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?