Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1196. fundur 25. apríl 2022 kl. 08:00 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Bryndís var viðstödd fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir - 2021020071

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fundinn kl. 8:19.

Gestir

  • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:05

2.Styrkumsókn Vestfjarðarstofu - Almenningssamgöngur Flateyri - 2021020116

Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri, og Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mæta til fundar við bæjarráð vegna verkefnis um almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra tillögur að því hvernig fjármagn frá Byggðaáætlun, A10 verkefni, verði nýtt og leggja fram á næsta fundi.
Aðalsteinn og Hjörleifur yfirgáfu fundinn kl. 9:00.

Gestir

  • Aðalsteinn Óskarsson, sviðsstjóri byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu - mæting: 08:35
  • Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri á Flateyri - mæting: 08:35
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:35

3.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Lagður fram tölvupóstur Svavars Þórs Guðmundssonar, f.h. Vestra, dags. 20. apríl 2022, ásamt kostnaðaráætlun vegna byggingar knattspyrnuhúss á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
Hafdís og Sigurður yfirgáfu fundinn kl. 9:20.

Gestir

  • Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 09:03
  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:03
  • Sigurður Óskarsson, f.h. Vestra - mæting: 09:03

4.Hlíf ástandsskoðun tengibygging og Hlíf I - 2021030101

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags., 22. apríl 2022, vegna valkosta við mögulega sameiningu húsfélagana á Hlíf I og Hlíf II á Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjóra að útfæra viðhaldsáætlun til næstu fjögurra ára vegna húseignar Ísafjarðarbæjar að Hlíf II, til jöfnunar á viðhaldsþörf húsfélaganna á Hlíf I og II, og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar, samhliða því að ganga til samninga við húsfélögin um sameiningu á grunni fyrrgreinds viðhaldssamkomulags.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - 2022040056

Lagður fram til samþykktar viðauki 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022 vegna breytinga á launaáætlun vegna hagvaxtarauka.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er 0,- kr.
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er lækkun kostnaðar um kr. 2.120.928,- og er því rekstrarhalli að lækka úr 357.643.530 í kr. 355.522.602,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er 0,- eða óbreyttur rekstrarafgangur kr. 22.672.659,-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 6 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna breytinga á launaáætlun ársins 2022.

6.Beiðni um styrk til rekstrar Gróanda - 2022020018

Á 1186. fundi bæjarráðs, þann 7. febrúar 2022, var lagt fram erindi Hildar Dagbjartar Arnardóttur, f.h. Gróanda, dagsett 2. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir styrktarsamningi við Ísafjarðarbæ .
Bæjarráð vísaði málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023, og vísaði málinu jafnframt til fræðslunefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar til umsagnar.

Fræðslunefnd tók erindið fyrir þann 10. mars 2022 og bókaði að nefndin teldi verkefnið áhugavert og taldi ákvörðun um þátttöku og kostnað liggja hjá skólastjórnendum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók erindið fyrir 8. apríl 2022 sem tók vel í erindið og taldi það áhugavert í sambandi við sjálfbærnikennslu. Nefndin vísaði erindinu aftur til bæjarráðs.

Eru umsagnir nefndanna því lagðar nú fyrir bæjarráð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

7.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2021-2022 - 2021120088

Lagðar fram til samþykktar 38 yfirlýsingar vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2021/2022, en bæjarstjóri hefur undirritað með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar, sbr. 6. gr. rgl. 995/2021.
Bæjarráð staðfestir framlagðar yfirlýsingar vegna vinnslu afla vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2021/2022.
Fylgiskjöl:

8.Raforkumál á Vestfjörðum - skýrsla starfshóps - 2022040042

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um raforkumál á Vestfjörðum, dagsett í apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

9.67. Fjórðungsþing Vestfirðinga 2022 - 2022030119

Lögð fram til kynningar þinggerð 67. fjórðungsþings Vestfirðinga að vori, sem haldið var 6. apríl 2022.
Lagt fram til kynningar.

10.Fræðslunefnd - 439 - 2204003F

Lögð fram til kynningar fundargerð 439. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 13. apríl 2022.

Fundargerðin er í sjö liðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Hafnarstjórn - 230 - 2204009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 12. apríl 2022.

Fundargerðin er í átta liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 582 - 2204006F

Lögð fram til kynningar fundargerð 582. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 13. apríl 2022.

Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 582 Skipulags- og mannvirkjanefnd telur ámælisvert hversu seint í ferlinu kallað var eftir valkostagreiningu og hún lögð fram. Lengri tíma hefði þurft til að meta og kynna þá valkosti sem þar eru lagðir fram.

    Björgvin Hilmarsson og Jóna Símonía Bjarnadóttir, fulltrúar Í- listans leggja fram eftirfarandi bókun:

    „Skv. valkostagreiningu Verkís liggur fyrir að landfylling norðan Eyrar er ekki besti kosturinn og jafnframt að framboð af íbúðarsvæðum er umfram þörf miðað við vænta fólksfjölgun. Bent er á að sterk viðbrögð hafi komið frá almenningi, að langmestu leyti mjög neikvæð.
    Ekki er útséð með að gera þurfi nýja skipulagslýsingu ef breytt er um áherslur og annar og betri kostur valinn. Færa má rök fyrir því að þetta sé liður í þróun verkefnisins eftir að tekið hafi verið tillit til þeirra athugasemda sem frá almenningi og Skipulagsstofnun komu.
    Það er því vafasamt að fullyrða að aðeins sé um einn kost að ræða annan en að varpa efninu í hafið „vegna tímaramma verkefnis.“
    Skynsamlegast er að skoða vel alla valkosti með framtíðarsýn í huga, styðjast við valkostagreininguna og huga að viðbrögðum almennings en ekki keyra áfram þann kost sem ekki er talinn sá besti.
    Ef nýta skal efnið er í öllu falli nærtækara að horfa til betri kosta sem tilgreindir eru í valkostagreiningunni.“


    Anton Helgi Guðjónsson, fulltrúi B- listans, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Þóra Marý Arnórsdóttir fulltrúar D- listans, leggja fram eftirfarandi bókun:

    „Í valkostagreiningu Verkís eru fjögur svæði á Eyrinni skoðuð með tilliti til landfyllingar og íbúðasvæðis. Allir valkostirnir hafa ýmislegt til síns ágætis og enginn verulega neikvæð áhrif, sumir hafa engin áhrif. Uppfylling norðan Eyrarinnar er metinn fýsilegasti kosturinn hvað varðar byggingarland fyrir íbúðarhúsnæði. Landfylling þar hefði mjög jákvæð eða jákvæð áhrif varðandi gæði byggðar, innviði og aðgengi að þjónustu. Nú þegar er sjóvarnargarður meðfram ströndinni norðan Eyrarinnar. Landfylling þar felst í því að færa varnargarðinn utar. Ætla má að sandfjara sem myndast hefur utan við sjóvarnargarðinn muni endurnýja sig og geta áfram nýst til útivistar. Við hönnun á nýjum sjóvarnargarði og landfyllingu er mikilvægt að vandað verði til verka við landmótun og skipulag þar sem tillit verði tekið til svæðisins sem útivistarsvæðis samfara íbúðabyggð.
    Frá upphafi 20. aldarinnar hefur Eyrin í Skutulsfirði verið í stöðugri mótun og tekið gríðarlegum breytingum frá upprunalegri lögun. Vöxtur bæjarins hefur kallað á aukið byggingarland og athafnasvæði. Í dag er Eyrin helmingi stærri en hún var fyrir 100 árum. Landfyllingar hafa verið gerðar nánast allan hringinn, mismiklar að umfangi. Engu að síður er landrými á Eyrinni takmarkað og fáar lausar lóðir undir íbúðarhúsnæði. Aukin landfylling á svæðinu skapar tækifæri til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í hjarta bæjarins og svarar eftirspurn eftir slíkum búsetukosti.

    Fulltrúar B- og D-lista, leggja til við bæjarstjórn að landfylling norðan Fjarðarstrætis verði fyrir valinu."“
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 582 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja meðfylgjandi aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga vegna strenglagna í Arnarfirði.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 582 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 582 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila að Garðar Sigurgeirsson, f.h. Vestfirskra verktaka ehf., fái lóðina við Æðartanga 6, Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 582 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veglína D verði farin og framkvæmdaaðila gert að uppfæra uppdrátt og greinargerð í samræmi við athugasemdir. Nefndin telur breytingar ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna að nýju.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 582 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að grenndarkynna byggingaráform fyrir eiganda Fjarðargötu 47, Þingeyri í samræmi við 44. gr. skipulagslaga 123/2010.

13.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 119 - 2203010F

Lögð fram til kynningar fundargerð 119. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 7. apríl 2022.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?