Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1161. fundur 12. júlí 2021 kl. 08:00 - 08:43 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Bryndís er viðstödd fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Stjórnkerfisbreytingar Ísafjarðarbæjar - 2021070020

Róbert Ragnarssonar mætir til fundar við bæjarráð í gegnum fjarfundabúnað til að ræða mögulegar lausnir og breytingar á stjórnkerfi sveitarfélagsins, sérstaklega hvað varðar hverfisráð.
Róbert Ragnarsson mætir til fundar í gegnum fjarfundabúnað.
Verkefnið og ýmsar hugmyndir ræddar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Róbert yfirgefur fundinn kl. 8:18.

Gestir

  • Róbert Ragnarsson, f.h. RR ráðgjafar ehf. - mæting: 08:08

2.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignaskatta 2022 - 2021070013

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 7. júlí 2021, vegna tillagna um álagningu fasteignagjalda á árinu 2022. Jafnframt lagt fram minnisblað Telmu Lísu Þórðardóttur, innheimtufulltrúa, vegna frekari greininga á tillögunum fimm.
Lagt fram til kynningar.
Arna Lára víkur af fundi undir þessum lið.

3.Aðstaða fyrir ferðamenn - 2021070009

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. júlí 2021, vegna aðstöðu fyrir ferðamenn á Ísafirði.
Minnisblað lagt fram til kynningar.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Arna Lára kemur aftur inn á fund kl. 8:28.

4.Ofanflóðavarnir við Flateyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna snjóflóðagrinda - 2021040006

Lagt fram erindi Þrastar Valmundssonar Söring og Sigurðar Hlöðverssonar, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 22. júní 2021, vegna útboðs á uppsetningu á snjósöfnunargrindum á Flateyri, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda í verkið þ.e. Köfunarþjónustan ehf. að fjárhæð kr. 69.208.221.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillögu Framkvæmdasýslu ríkisins um töku tilboðs Köfunarþjónustunnar ehf., vegna uppsetningar snjósöfnunargrinda á Flateyri, að fjárhæð kr. 69.208.221.

5.Sparkvöllur við GÍ - ósk um úrbætur á girðingu - 2021070025

Lagt fram bréf Bergþóru Borgarsdóttur, f.h. stjórnar húsfélags að Grundargötu 2, 4 og 6, dags. 9. júlí 2021, þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær geri úrbætur á girðingu við enda sparkvallar hjá Grunnskólanum á Ísafirði.
Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu á umhverfis- og eignasviði.

6.Ósk um styrk vegna uppbyggingar og reksturs Dellusafnsins - 2021070022

Lagt fram bréf Valdemars S. Jónssonar, f.h. Dellusafnsins á Ísafirði, dags. 25. júní 2021, þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ til uppbyggingar og reksturs safnsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

7.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lögð fram skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. í júlí 2021, um frumathugun Hjúkrunarheimilisins Eyri, fjórða áfanga.
Skýrsla Framkvæmdasýslu ríkisins lögð fram til kynningar.
Bæjarráð vísar málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og velferðarnefnd.

8.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, og Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dags. 9. júlí 2021, vegna upplýsinga um skatttekjur og laun fyrstu sex mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

9.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106

Lögð fram til samþykktar umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 6. júlí 2021, vegna umsóknar Ásgerðar Rögnu Þráinsdóttur, f.h. Iceland Profishing ehf., um leyfi til að reka gististað í flokki II fyrir sjóstangaveiðihús að Melagötu 1-9 á Flateyri, og Höfðastíg 1-3, og Aðalgötu 11 og 31 á Suðureyri.
Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um leyfi til að reka gististað í flokki II fyrir sjóstangaveiðihús að Melagötu 1-9 á Flateyri, og Höfðastíg 1-3 og Aðalgötu 11 og 31 á Suðureyri.

10.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106

Lögð fram til samþykktar umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 6. júlí 2021, vegna umsóknar Úlfs Þ. Úlfssonar, f.h. Gautshamars ehf., um leyfi til að reka veitingastaðinn Fjósið í Arnardal, Heimabæ, Arnardal í Skutulsfirði.
Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastaðinn Fjósið í Arnardal, Heimabæ, Arnardal í Skutulsfirði.

11.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106

Lögð fram til samþykktar umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 17. mars 2021, vegna umsóknar Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins, um leyfi til að reka veitingastað í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði.

Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í Dýrafirði.

12.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106

Lögð fram til samþykktar umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 20. maí 2021, vegna umsóknar Kristbjargar Sunnu Reynisdóttur, f.h. Litla Kletts ehf., um leyfi til að reka veitingastað í flokki II (umfangslítill áfengisveitingastaður) að Hafnarstræti 4 á Flateyri.

Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki II að Hafnarstræti 4 á Flateyri.

13.Rekstrarleyfi og aðrar leyfisveitingar 2021 - 2021020106

Lögð fram til samþykktar umsögn Heiðu Jack, skipulagsfulltrúa, dags. 17. mars 2021, vegna umsóknar Sindra Páls Kjartanssonar, um leyfi til að reka veitingastað í flokki III, Vagninn, Hafnarstræti 15 á Flateyri.

Bæjarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki III, Vagninn, Hafnarstræti 15 á Flateyri.

14.Velferðarnefnd - 459 - 2107007F

Lögð fram til kynningar fundargerð 459. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 8. júlí 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:43.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?