Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1159. fundur 28. júní 2021 kl. 08:00 - 09:11 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
  • Jónas Þór Birgisson varamaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Jónasi Þór Birgissyni er falið að stýra fundi bæjarráðs.

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti bæjarráðs yfirfarinn.

2.Trúnaðarmál á velferðarsviði - 2021010056

Trúnaðarmál kynnt í bæjarráði.
Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.
Baldur yfirgefur fundinn kl. 8:38.

Gestir

  • Baldur Ingi Jónasson - mæting: 08:19

3.Endurskoðun gjaldskrár stórnotendur vatnsveita - 2021060092

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 24. júní 2021, um tillögur að breytingu á gjaldskrá fyrir stórnotendur vatnsveitu.
Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja það fyrir að nýju.

4.Fyrirspurn vegna málefna leikskólabarna sem þurfa sérstakan stuðning vegna fötlunar - 2021060055

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 25. júní 2021, vegna fyrirspurnar Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-lista, sem lögð fram á 1157. fundi bæjarráðs þann 14. júní 2021, um málefni leikskólabarna sem þurfa sérstakan stuðning vegna fötlunar.
Lagt fram til kynningar.

5.Gatnagerð Suðurtanga áfangi II - Kríutangi og hækkun Æðartanga útboð - 2021050012

Lagt fram bréf Axels Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 25. júní 2021, vegna verksins „Gatnagerð Suðurtangi“ þar sem lagt er til að samið verði við Búaðstoð ehf., á grundvelli tilboðs þeirra.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um að samið verði við Búaðstoð ehf. á grundvelli tilboðs félagsins, að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

6.Ísland ljóstengt. Samningur um aukaúthlutun 2020 vegna dreifbýlis - 2020060054

Tillaga frá 563. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, um að bæjarráð, f.h. bæjarstjórnar, staðfesti að plæging á streng/lagning ljósleiðara frá Tungu í Valþjófsdal að Sæbóli, Ingjaldssandi í Önundarfirði, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 23. júní 2021:

„3. Ísland ljóstengt. Samningur um aukaúthlutun 2020 vegna dreifbýlis - 2020060054

Björn Davíðsson hjá Snerpu ehf. óskar eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar á fyrirhugaðri strenglögn vegna ljósleiðaravæðingar í Skutulsfirði, á Arnarnesi, í Staðardal og á Ingjaldssandi sbr. fylgiskjal dags. 25. maí 2021.

Niðurstaða nefndarinnar er að plæging á streng/lagning ljósleiðara frá Tungu í Valþjófsdal að Sæbóli, Ingjaldssandi í Önundarfirði, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þá niðurstöðu.“
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð staðfestir að plæging á streng/lagning ljósleiðara frá Tungu í Valþjófsdal að Sæbóli, Ingjaldssandi í Önundarfirði, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

7.Góustaðir við Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003

Tillaga frá 563. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar um að bæjarráð, f.h. bæjarstjórnar, samþykki breytingar á aðalskipulagi með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 23. júní 2021:

„5. Góustaðir við Sunnuholt - Fyrirspurn um byggingarleyfi - 2019100003

Breytingartillaga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 var auglýst samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og var athugasemdafrestur til 24. maí 2021. Tillagan snýr að því að stækka íbúðarsvæði Í6 (Holtahverfi) í vesturátt og ein ný lóð bætist við, Sunnuholt 5, sem stuðlar að þéttingu byggðar, en landbúnaðarsvæðið í landi Góustaða minnkar sem því nemur. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á aðalskipulagi með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir breytingar á aðalskipulagi með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20 vegna Varmadals, Önundarfirði - 2021060045

Tillaga frá 563. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar um að bæjarráð, f.h. bæjarstjórnar, heimili breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 23. júní 2021:

„6. Ósk um breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-20 vegna Varmadals, Önundarfirði - 2021060045

Jón G. Magnússon hjá M11 teiknistofu, sækir um f.h. Græðis ehf. um heimild til breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna breyttrar landnotkunar á hluta jarðarinnar Varmadals L179991, í Önundarfirði. Núverandi landnotkun svæðisins gerir ráð fyrir athafnasvæði, A1. Sótt er um íbúðarhúsabyggð fyrir 15-20 íbúðarhús miðsvæðis í sveitarfélaginu. Meðfylgjandi er erindisbréf dags. 29. mars 2021 og uppdráttur með drögum af lóðafyrirkomulagi dags. 7. apríl 2021.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.“
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð heimilar breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

9.Aðalstræti 29, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021050035

Tillaga frá 563. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar um að bæjarráð, f.h. bæjarstjórnar, heimili útgáfu lóðarlegusamnings fyrir fasteignina við Aðalstræti 29 á Þingeyri, L140714.

Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 23. júní 2021:

„11. Aðalstræti 29, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021050035

Hanna Ástvaldsdóttir og Þór Gunnarsson, þinglýstir eigendur að fasteigninni Aðalstræti 29 á Þingeyri, sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 10. maí 2021 og mæliblað Tæknideildar frá 14. júní 2021.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina við Aðalstræti 29 á Þingeyri, L140714.“
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð heimilar útgáfu lóðarleigusamnings fyrir fasteignina við Aðalstræti 29 á Þingeyri, L140714.

10.Skólagata 8a, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021060058

Tillaga frá 563. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar um að bæjarráð, f.h. bæjarstjórnar, heimili útgáfu lóðarlegusamnings fyrir fasteignina við Skólagötu 8a á Ísafirði.

Bókun skipulags- og mannvirkjanefndar, dags. 23. júní 2021:

„12. Skólagata 8a, Ísafirði. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021060058

Ólafur Baldursson f.h. dánarbús Soffíu Ingimarsdóttur, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir fasteignina að Skólagötu 8a á Ísafirði. Fylgiskjal er mæliblað Tæknideildar frá 16.júní 2021.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Skólagötu 8a, Ísafirði.“
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð heimilar útgáfu lóðarleigusamnings fyrir fasteignina við Skólagötu 8a á Ísafirði.

11.Öll vötn til Dýrafjarðar - 2018090052

Lagt fram bréf verkefnastjórnar Allra vatna til Dýrafjarðar, dags. 24. júní 2021, þar sem óskað er eftir fundi við bæjarráð til að ræða stöðu og mögulega framlengingu verkefnisins út árið 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða verkefnastjórn til fundar við bæjarráð við fyrsta tækifæri.

12.Landskerfi bókasafna 2020-2024 - 2020050083

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 25. júní 2021, þar sem óskað er eftir formlegu umboði bæjarstjórnar til handa Eddu B. Kristmundsdóttur til að geta greitt atkvæði á framhaldsaðalfundi Landskerfis bókasafns hf. sem haldinn er kl. 15, mánudaginn 28. júní 2021.
Meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur fer bæjarráð með fullnaðarákvörðun mála, samkvæmt samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð veitir hér með Eddu B. Kristmundsdóttur umboð til að mæta til aðalfundar Landskerfis bókasafna f.h. Ísafjarðarbæjar.

13.Hverfisráð 2021 - 2021020095

Lagt fram erindi Jóhanns Birkis Helgasonar, f.h. hverfisráðs Hnífsdals, dags. 14. júní 2021, þar sem kynnt eru nokkur atriði sem hverfisráðið óskar eftir að lagfært verði í sumar á svæðinu.
Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu á umhverfis- og eignasviði.

14.Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2021 - 2021060086

Lagður fram tölvupóstur Díönu Jóhannsdóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 21. júní 2021, vegna umsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Umsóknarferli var flýtt og opnað verður fyrir umsóknir í byrjun september, því er nauðsynlegt að hefja undirbúning á umsókn m.t.t. verkefna og áfangastaðaáætlunar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

15.Ofanflóðavarnir við Flateyri - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna snjóflóðagrinda - 2021040006

Lagður fram tölvupóstur Tinnu Jónsdóttur f.h. Skipulagsstofnunar, dagsettur 16. júní 2021, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdin Snjóflóðavarnir á Flateyri skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Jafnframt lögð fram matsskyldufyrirspurn frá Verkís hf., dagsett í júní 2021.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

16.Jarðstrengur milli Mjólkár og Bíldudals og sæstrengur yfir Arnarfjörð - umsagnarbeiðni - 2021040046

Lögð er fram tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu á lagningu 66KV jarðstrengs milli Mjólkár og Bíldudals og sæstrengs yfir Arnarfjörð. Þá biður Skipulagsstofnun um umsögn Ísafjarðarbæjar á tilkynningunni. Umsagnafrestur er til 3. maí 2021. Skipulags- og mannvirkjanefnd gerði ekki athugasemdir við tilkynninguna á 561. fundi sínum.
Lagt fram til kynningar.

17.Verkefni áhaldahúss og mönnun - skýringa óskað - 2021060085

Lagt fram bréf Bergvins Eyþórssonar f.h. stjórnar Verkalýðsfélags Vestfirðinga, dagsett 21. júní 2021, þar sem óskað er eftir upplýsingum um útvistun á verkefnum áhaldahúss m.t.t. uppsagna fyrr á árinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu og leggja það fyrir að nýju.

18.Fræðslunefnd - 430 - 2106018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 430. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 24. júní 2021.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 563 - 2106019F

Lögð fram til kynningar fundargerð 563. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 23. júní 2021.

Fundargerðin er í 20 liðum.
Lagt fram til kynningar.

20.Starfshópur vegna frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna - 2 - 2106023F

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar starfshóps vegna frumvarps til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, en fundur var haldinn 23. júní 2021.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:11.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?