Verðfyrirspurn: Snjómokstur á Ísafjarðarhöfn 2022-2023

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.

Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.

Hafnir Ísafjarðarbæjar óskar eftir tilboði í snjómokstur frá október 2022 til maí 2023.

Gerð er krafa um 14 tonna vél tiltæka í stærri hreinsanir og minni átta tonna traktorsvél til hreinsunar þegar lítill snjór er.

Skila skal verði fyrir stærri og minni vél og útselda vinnu stjórnanda vinnuvélar.

Almennt skal búið að hreinsa snjó fyrir klukkan 6:00 á morgnana þegar löndun er. Einnig skal mokstri lokið í tíma þegar fraktskip koma til hafnar.

Moksturssvæði er bátahöfn (Fagraneskantur), Ásgeirsbakki, Ásgeirsgata, gámaplan við Sundahöfn og Sundabakki. Einnig Sundabakkavegur og Mávagarður.

Höfnin sér um mokstur frá vatns og rafmagnsbrunnum með sínum tækjum. Hvert moksturssvæði verður mokað samkvæmt fyrirmælum hafnar.

Tengiliður verktaka er hafnarstjóri.

Verktaki skal vinna verkið í forgangi að beiðni hafnarstjóra eða vakthafandi hafnarstarfsmanns, þegar það á við, þar sem oft á tíðum er skammur fyrirvari á skipakomum.

Tilkynna skal hafnarstjóra þegar verk hefst og þegar því er lokið.

  • Auglýst: 19. október 2022
  • Fyrirspurnarfrestur: Til 24. október 2022
  • Fyrirspurnir berast til hofn@isafjordur.is
  • Svarfrestur: Eigi síðar en einum degi fyrir skilafrest tilboða
  • Skilafrestur: 26. október 2022
  • Tilboð skulu berast til: eythorgu@isafjordur.is
  • Samningstími: Október 2022 – maí 2023