Vatnsrennsli vatnsveitu í Súgandafirði tvöfaldað með nýrri lögn
Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.
Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.
Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.
Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.
Endurnýjun vatnslagnar fyrir vatnsveitu í Súgandafirði lauk fyrir nokkru, en verkið hófst sumarið 2022. Með nýrri lögn tvöfaldaðist vatnsrennslið í vatnsveitunni.
Fyrri vatnslögn frá Staðardal til Suðureyrar var 140 mm í þvermál og hafði verið í notkun í nær 50 ár. Lögnin annaði ekki alltaf vatnsþörfinni í bænum þannig að rekstraröryggi vatnsveitunnar var ótryggt. Ný lögn er 180 mm í þvermál og með henni hefur rennsli til Suðureyrar aukist úr 35-40 rúmmetrum á klukkustund í 80 rúmmetra á klukkustund. Verkinu var skipt í tvo áfanga og fengust styrkir úr Fiskeldissjóði fyrir þeim báðum, samtals upp á 53,8 m.kr.
Áætlaður heildarkostnaður verksins var 130 m.kr. en við verklok var áfallinn kostnaður 103,8 m.kr.
Verktaki í fyrri áfanga var Verkhaf og í seinni áfanga var verktakinn Gröfuþjónusta Bjarna. Um hönnun og eftirlit sá Verkís.