Lýsing skipulagsáætlana á svæði Í9 í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020
Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.
Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.
Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.
Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti þann 16. mars 2023 að skipulagslýsing verði auglýst í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 á svæði Í9 í Dagverðardal, úr íbúðarhúsabyggð yfir í byggð undir 45 heilsárshús ásamt þjónustuhúsi.
Markmið breytingarinnar er að auka breidd á gistimöguleika á svæðinu, samfara því að bjóða upp fjölbreyttari frístundahúsalóðir með góðri tengingu við afþreyingu og þjónustu á svæðinu.
Stuðlað verður að góðum tengingum við náttúruna, þ.á.m. stígakerfi, ásamt aðlaðandi ásýnd og vandaðan umhverfisfrágang.
Lýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu
Ábendingar óskast varðandi tillögugerðina sem skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa fyrir 24. apríl 2023 á skipulag@isafjordur.is
f.h. skipulagsfulltrúa
_______________________________
Helga Þuríður Magnúsdóttir
verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði