Ísafjörður: Tímabundin lokun í Hafnarstræti 7.-16. ágúst
Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.
Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.
Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.
Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.
Lokað verður fyrir bílaumferð í Hafnarstræti á Ísafirði, frá gatnamótum Hafnarstrætis og Austurvegar að gatnamótum Hafnarstrætis og Silfurgötu, frá miðvikudeginum 7. ágúst til föstudagsins 16. ágúst. Lokunin nær einnig yfir bílastæði við götuna. Lokað verður á milli kl. 08:00 og 19:00 á hverjum degi á þessu tímabili.
Ástæða lokunarinnar eru glerskipti Hafnarstrætismegin í Stjórnsýsluhúsinu. Því miður er ekki hægt að fara í þessa framkvæmd án þess að loka fyrir umferðina. Verktaki mun reyna að ljúka verkinu eins fljótt og mögulegt er og opna götuna og bílastæðin á kvöldin, ef aðstæður leyfa.
Við biðjum íbúa, vegfarendur og rekstraraðila um að sýna þolinmæði og skilning á meðan á framkvæmdunum stendur. Hægt er að hafa samband við tæknideild ef einhverjar spurningar vakna eða til að fá nánari upplýsingar, í síma 450-8000 eða á netfangið postur@isafjordur.is.