Framkvæmdir við varnargarða á Flateyri komnar af stað

Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.

Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.

Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.

Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.

Mynd: Efla
Mynd: Efla

Framkvæmdir við bættar snjóflóðavarnir ofan Flateyrar eru hafnar. Í ár verður farið í gerð keiluraða í innra bæjargili, keiluraðir A-B og C, utan við núverandi varnargarð. Einnig verður gerður þjónustuvegur að keilunum. 

Nánar er hægt að glöggva sig á framkvæmdunum á myndinni hér til hliðar.

Markmiðið er að auka öryggi vegna ofanflóða og vernda hafnarsvæðið. Fyrirhuguð mannvirki skulu falla sem best að landslagi auk þess sem hugað verður að aðstöðu og tækifærum til útivistar.