Flateyri: Götulokanir vegna malbikunar í Tjarnargötu
Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.
Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.
Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.
Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.
Til stendur að malbika Tjarnargötu á Flateyri í dag, mánudaginn 26. ágúst. Aðgengi fyrir bíla að Hjallavegi, Ólafstúni og Goðatúni verður skert frá Tjarnargötu frá því vinna hefst og til morguns. Jeppafær hjáleið er um gamla veginn frá Brimnesvegi inn Ólafstúnið. Íbúar eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda og bent er á að hægt er að leggja bílum við kirkjugarðinn og á bensínplaninu.
SMS hefur verið sent til íbúa í gegnum kerfi 1819.is. Skilaboðin sendast eingöngu til þeirra sem eru með skráð símanúmer og heimilisfang hjá 1819 og því þurfa þau sem óska eftir að fá send upplýsingaskeyti að sjá til þess að skráning sé til staðar.