Dýpkunarvinna við Sundabakka hafin á ný
Hér eru birtar fréttir af útboðum og framkvæmdum sem í gangi eru hjá Ísafjarðarbæ.
Hægt er að skoða staðsetningu framkvæmda inni á Kortasjá Ísafjarðarbæjar með því að haka í „Framkvæmdir“.
Hér verður birt yfirlit yfir þau útboð sem eru í gangi á vegum og/eða tengd Ísafjarðarbæ.
Upplýsingar um útboðin hverfa af vefnum þegar tilboðsfrestur rennur út eða eftir atvikum þegar tilboð hafa verið opnuð.
Hollenska dýpkunarskipið Hein er komið til Ísafjarðar og mun vera við dýpkun við Sundabakka næstu vikur.
Fyrst og fremst er verið að dýpka tvö svæði við Sundabakka niður í 10 metra, auk dýpkunar á sundum og grynningu í innsiglingunni niður í átta metra.
Hein mun dæla um 48.000 rúmmetrum af efni upp við Sundabakkann og um 50.000 rúmmetrum úr innsiglingunni. Efnið verður að hluta notað til að hækka land á Suðurtanga.
Í sumar er gert ráð fyrir að dýpkunarskipið Álfsnes komi til að klára að dæla upp af svæðum sem eru of grunn fyrir Hein. Álfsnes mun dæla efninu sem þá verður tekið í fjöruna við Fjarðarstræti, en um sama leyti verður fyrirstöðugarðurinn við Norðurtanga tilbúinn. Aðgengi að fjörunni verður bætt samhliða vinnu við fyrirstöðugarðinn og lýsing sett á garðinn og göngustíginn meðfram Sundstræti.