Þjónustumiðstöð (áhaldahús)

Áhaldahús Ísafjarðarbæjar er á Stakkanesi á Ísafirði. Þar geta bæjarbúar sótt sér salt eða sand til að nota sem hálkuvörn. 

Áhaldahúsið er opið:

Mánudaga-fimmtudaga: 7:30-16:45
Föstudaga: 7:30-12:00

Verkefni áhaldahússins

  • Götur
    • Umsjón með snjómokstri og samskipti við verktaka.
    • Hálkueyðing og hreinsun gatna, gangstétta og göngustíga.
    • Losun á stíflum í göturæsum og fyrirbyggjandi aðgerðir vegna kraps og vatnsaga.
    • Viðhald gatna, stíga og gangstétta.
    • Rekstur og viðhald umferðar- og gatnamerkinga
  • Vatns- og fráveita
    • Umsjón með vatns- og fráveitu.
      • Hitaveita heyrir undir Orkubú Vestfjarða.
  • Opin svæði
    • Umhirða opinna svæða sveitarfélagsins og samskipti við verktaka
    • Flöggun á ljósastaurum
    • Jólaskreytingar
    • Garðyrkjustjóri hefur aðsetur í áhaldahúsinu
  • Úrgangsmál
    • Viðhald, eftirlit og tæming á grenndarstöðvum og ruslatunnum á götum og opnum svæðum. 
  • Dýrahald
    • Eftirlit með gæludýrum og umsjón með ormahreinsun hunda
  • Leiga fánastanga
    • Frístandandi fánastangir fást leigðar hjá áhaldahúsinu og eru þær pantaðar í gegnum síma eða með því að senda póst á ahaldahus@isafjordur.is. Leigugjöld eru tiltekin í gjaldskrá en við uppsetningu um helgar bætist við álagning vegna útkalls starfsmanns.

Hafa samband:
Stakkanesi
400 Ísafjörður
Sími: 450 8240 / 620 7634
ahaldahus@isafjordur.is

Er hægt að bæta efnið á síðunni?