Bæjarskrifstofa / stjórnsýslu- og fjármálasvið

Bæjarskrifstofa og stjórnsýslu- og fjármálasvið Ísafjarðarbæjar eru á annarri hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Þar er opið 10:00-12:00 og 12:30-15:00 alla virka daga.

Eftirfarandi þjónusta er á bæjarskrifstofu:

  • Almenn afgreiðsla
  • Bókhald
  • Bæjarstjóri
  • Launavinnsla
  • Mannauðsstjóri
  • Skjalastjóri
  • Útgáfa reikninga og innheimta

Reikningsyfirlit og hreyfingalista má senda á bokhald@isafjordur.is.

Launadeild tekur við erindum í gegnum laun@isafjordur.is.

Spurningar og ábendingar varðandi innheimtu, s.s. álagningarseðla fasteignagjalda og aðra reikninga frá Ísafjarðarbæ má senda á innheimta@isafjordur.is. Yfirlit yfir reikninga, álagningarseðla fasteignagjalda og aðrar gagnlegar viðskiptaupplýsingar frá sveitarfélaginu má finna inni á þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.

Hægt er að senda Ísafjarðarbæ reikninga í gegnum rafræna skeytamiðlara eða með frumriti á pappír.


Stjórnsýslu- og fjármálasvið fer með umsýslu fyrir bæjarstjórn, bæjarráð og aðrar nefndir bæjarfélagsins. Sviðið heldur auk þess utan um þjónustu við íbúa, starfsmenn, viðskiptavini, bæjarfulltrúa og aðra kjörna fulltrúa í nefndum og ráðum Ísafjarðarbæjar.

Sviðsstjóri er Bryndís Ósk Jónsdóttir.

Hafa samband:

Hafnarstræti 1
400 Ísafjörður
Sími: 450 8000
bryndis@isafjordur.is

Er hægt að bæta efnið á síðunni?