Hlíf
Ísafjarðarbær rekur dagdeild á Hlíf, Ísafirði, þar sem einnig eru þjónustuíbúðir aldraðra.
Dagdeild
Dagdeild er opin alla virka daga milli kl.10:00-16:00. Dagdeild er stuðningsúrræði fyrir aldraða, ætlað til að rjúfa félagslega einangrun og stuðla að því að aldraðir geti búið lengur heima. Þar er boðið upp á tómstundaiðju, létta hreyfingu, fæði, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Þjónusta er fjölbreytt og leitast er við að hafa hana einstaklingsmiðaða.
Iðjuþjálfi á dagdeild og ráðgjafar félagsþjónustu veita frekari upplýsingar um dagþjálfun á dagdeild.
Tómstundastarf
Á Hlíf er einnig boðið upp á félags- og tómstundarstarf. Umsjónarmaður er öldrunarfulltrúi, Svanlaug Björg Másdóttir.
Þjónustuíbúðir
Á Hlíf I eru einstaklingsíbúðir og hjónaíbúðir í eigu Ísafjarðarbæjar. Þar er öryggiskerfi og völ á fjölbreyttri þjónustu svo sem mat í hádegi, þvotti og þrifum og aðgangur að félagsstarfi og félagslegri heimaþjónustu. Starfsfólk er til staðar á daginn og sólarhringsvaktþjónusta er veitt.
Reglur um þjónustuíbúðir aldraðra
Umsóknir og eyðublöð
Hægt er að sækja um ýmsa þjónustu rafrænt á þjónustugátt Ísafjarðarbæjar.
- Dagvist aldraðra
- Fasteignagjöld - eldri borgarar og öryrkjar
- Heimaþjónusta
- Umsókn um akstur
- Þjónustuíbúð
Hafa samband:
Sími öldrunarfulltrúa: 450 8254
Torfnes
400 Ísafjörður