Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál. - 2011090094
Fimm trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2.Aðgerðaáætlun vegna efnahagsþrenginga - 2008100036
Lagður fram rammasamningur dags 17. febrúar 2009 á milli Ísafjarðarbæjar og stéttarfélaga á Vestfjörðum.
Félagsmálanefnd lítur svo á að samningurinn sé útrunninn.
3.Sérstakar húsaleigubætur - 2007010072
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar á fundi nefndarinnar og lagt til að bæjarstjórn samþykki endurskoðaðar reglur um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ.
4.Húsaleigubætur 2012 - 2011100011
Lögð fram tvö bréf dags 13. des. s.l. frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru beðin um að skila inn yfirliti yfir greiðslur almennra og sérstakra húsaleigubóta fjárhagsárið 2012. Jafnframt lögð fram yfirlit yfir greiðslur Ísafjarðarbæjar vegna almennra og sérstakra húsaleigubóta fjárhagsárið 2012.
Lagt fram til kynningar.
5.Húsaleigubætur 2013 - 2012090040
Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 7. febrúar s.l. þar sem kynntar eru breytingar á reglugerð velferðarráðuneytisins um húsaleigubætur nr. 118/2003 með síðari breytingum. Jafnframt er tilkynnt um uppfærslu á áætlunum sveitarfélaga um greiðslur húsaleigubóta á árinu 2013.
Lagt fram til kynningar.
6.Fjárhagsaðstoð - 2012120016
Lagt fram minnisblað frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur dags. 19. febrúar 2013 um grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar. Lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar fyrir einstakling hækki í samræmi við vísitölu neysluverðs miðað við 1. janúar 2013 og taki gildi 1. mars n.k. Gert er ráð fyrir að hækkunin rúmist innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
Lagt er til að bæjarstjórn samþykki að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðarhækki í samræmi við vísitölu neysluverðs miðað við 1. janúar 2013.
7.Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar - Endurskoðun - 2011020053
Lögð fram drög að starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar.
Afgreiðslu frestað og nefndarmönnum gefinn kostur á að kynna sér stefnuna og koma með ábendingar.
8.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092
Lagðar fram fundargerðir 25. og 26. fundar verkefnahóps BSVest.
Lagt fram til kynningar.
9.Fundargerðir 2010-2012 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042
Lagðar fram fundargerðir 24. og 25. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir Þjónustuhópur aldraðra 2007- - 2007030053
Lagðar fram fundargerðir 71. og 72. fundar þjónustuhóps aldraðra.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?