Velferðarnefnd

439. fundur 16. maí 2019 kl. 08:10 - 09:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Þórir Guðmundsson varaformaður
  • Bjarni Pétur Marel Jónasson varamaður
  • Sólveig Guðnadóttir varamaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Alberta G Guðbjartsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá

1.Niðurstöður á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ 2019 - 2019050006

Lagðar fram niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2019, sem Rannsóknir og greining ehf. gerði á högum og líðan barna í Ísafjarðarbæ.
Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs kom og kynnti niðurstöðurnar.
Fylgiskjöl:
Margrét fór af fundi eftir kynninguna.
Alberta G. Guðbjartsdóttir kom til fundarins.

2.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 30. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál. Umsagnarfrestur er til 14. maí nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1060. fundi sínum 6. maí sl. og vísaði til velferðarnefndar til umsagnar.
Lagt fram til kynningar.

4.Bæklingar og annað fræðsluefni á heimasíðu Kvennaathvarfsins. - 2019050045

Lagt fram bréf frá Sigþrúði Guðmundsdóttur, dags. 17. apríl 2019, þar sem kynnir eru bæklingar og fræðsluefni á heimasíðu Kvennaathvarfsins. Sérstaklega er vakin athygli á teiknimyndinni Tölum um ofbeldi.
Lagt fram til kynningar.

5.Velferðarnefnd heimsækir stofnanir sem heyra undir nefndina. - 2019040025

Heimsókn á Hlíf.
Velferðarnefnd þakkar forstöðumanni á Hlíf fyrir að taka á móti nefndinni.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?