Velferðarnefnd

438. fundur 10. apríl 2019 kl. 10:30 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir formaður
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir varamaður
  • Bjarni Pétur Marel Jónasson varamaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Alberta G Guðbjartsdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Tvö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.
Margrét Geirsdóttir fór af fundinum eftir afgreiðslu trúnaðarmála kl. 11.

2.AA samtökin Ísafirði - styrkbeiðni - 2019030080

Lögð fram styrkbeiðni frá AA samtökunum þar sem óskað er eftir fjárhagsstyrk vegna húsaleigu.
Velferðarnefnd samþykkir erindið enda rúmast styrkbeiðnin innan fjárhagsáætlunar velferðarsviðs fyrir árið 2019.
Fylgiskjöl:

3.Skýrsla um félagsþjónustu fyrir árið 2018 - 2019040024

Lögð fram skýrsla um félagsþjónustu fyrir árið 2018. Skýrsla um félagsþjónustu er árlega send Hagstofu Íslands.
Lagt fram til kynningar.

4.Velferðarnefnd heimsækir stofnanir sem heyra undir nefndina. - 2019040025

Heimsókn í Hvestu.
Velferðarnefnd þakkar Hvestu fyrir að taka á móti nefndinni og hlakkar til að sjá húsnæðið þegar það verður tilbúið síðar á þessu ári.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?