Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál. - 2011090094
Tvö trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.
Margrét Geirsdóttir fór af fundinum eftir afgreiðslu trúnaðarmála kl. 11.
2.AA samtökin Ísafirði - styrkbeiðni - 2019030080
Lögð fram styrkbeiðni frá AA samtökunum þar sem óskað er eftir fjárhagsstyrk vegna húsaleigu.
Velferðarnefnd samþykkir erindið enda rúmast styrkbeiðnin innan fjárhagsáætlunar velferðarsviðs fyrir árið 2019.
3.Skýrsla um félagsþjónustu fyrir árið 2018 - 2019040024
Lögð fram skýrsla um félagsþjónustu fyrir árið 2018. Skýrsla um félagsþjónustu er árlega send Hagstofu Íslands.
Lagt fram til kynningar.
4.Velferðarnefnd heimsækir stofnanir sem heyra undir nefndina. - 2019040025
Heimsókn í Hvestu.
Velferðarnefnd þakkar Hvestu fyrir að taka á móti nefndinni og hlakkar til að sjá húsnæðið þegar það verður tilbúið síðar á þessu ári.
Fundi slitið - kl. 12:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?