Velferðarnefnd
Dagskrá
Stella Guðrún Jóhannsdóttir, þroskaþjálfanemi sat fundinn.
1.Trúnaðarmál. - 2011090094
Fjögur trúnaðarmál kynnt í velferðarnefnd.
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.
2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál. Umsagnarfrestur er til 21. febrúar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1048. fundi sínum 4. febrúar og vísaði því til velferðarnefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1048. fundi sínum 4. febrúar og vísaði því til velferðarnefndar.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við þingsályktunartillöguna.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. Umsagnarfrestur er til 21. febrúar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1048. fundi sínum 4. febrúar og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1048. fundi sínum 4. febrúar og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 6. febrúar þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), 495. mál. Umsagnarfrestur er til 27. febrúar.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1049. fundi sínum 11. febrúar vísaði til velferðarnefndar til umsagnar.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1049. fundi sínum 11. febrúar vísaði til velferðarnefndar til umsagnar.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030
Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 7. febrúar, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1049. fundi sínum 11. febrúar og vísaði því til velferðarnefndar til umsagnar.
Bæjarráð tók málið fyrir á 1049. fundi sínum 11. febrúar og vísaði því til velferðarnefndar til umsagnar.
Velferðarnefnd gerir ekki athugasemdir við þingsályktunartillöguna.
6.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092
Fundargerðir verkefnahóps BsVest lagðar fram frá fundum 68, 69, 71, 72 og 73.
Fundargerðir verkefnahóps lagðar fram til kynningar.
7.Fundargerðir stjórnar BSVest. - 2015030003
Lagðar fram fundargerðir stjórnar BsVest frá fundum 20-24.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
8.Öldungaráð, fundargerðir. - 2016090043
Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 10. fundi ráðsins.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
9.Notendaráð fatlaðs fólks - 2019020050
Lagt fram bréf frá Þuríði Hörpu Sigurðardóttur dags. 12. febrúar 2019 þar sem Öryrkjabandalag Íslands sendir fyrirspurn til Ísafjarðarbæjar um hvort sveitarfélagið hafi skipað í notendaráð.
Velferðarnefnd hefur ekki haft frumkvæði að stofnun notendaráðs þar sem hlutverkið hefur verið á hendi Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. Erindið verður áframsent til BsVest.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?