Velferðarnefnd
Dagskrá
Guðjón Már Þorsteinsson boðaði forföll og í hans stað mætti Soffía Ingimarsdóttir. Sólveig S. Guðnadóttir mætti ekki og engin í hennar stað.
1.BsVest - ýmis mál 2018 - 2018020001
Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar kynnti, fyrir hönd Gísla Halldórs Halldórssonar, hugmyndir um að Ísafjarðarbær verði leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Vestfjörðum.
Velferðarnefnd þakkar Margréti fyrir kynninguna. Nefndin felur starfsmanni velferðarnefndar að bjóða verkefnastjóra BsVest að kynna BsVest á næsta fundi velferðarnefndar.
Margrét Geirsdóttir fór af fundi.
2.Trúnaðarmál. - 2011090094
Engin trúnaðarmál lögð fyrir velferðarnefnd.
3.Móttaka kvótaflóttamanna á árinu 2018. - 2017120027
Lagður fram viðauki vegna deildar 02-120, móttaka flóttamanna. Einnig lagður fram til kynningar samningur við velferðarráðuneytið vegna móttöku kvótaflóttamanna í mars 2018.
Velferðarnefnd vísar viðauka vegna deildar 02-120, móttöku flóttamanna, til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Samningur við velferðarráðuneytið lagður fram til kynningar.
4.Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 394. mál. Umsagnarfrestur er til 13. apríl nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1012. fundi sínum 9. apríl sl. og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1012. fundi sínum 9. apríl sl. og vísaði því til umsagnar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.
5.Frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 27. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur, 345. mál. Umsagnarfrestur er til 12. apríl nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1012. fundi sínum 9. apríl sl. og vísaði til umfjöllunar í velferðarnefnd.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1012. fundi sínum 9. apríl sl. og vísaði til umfjöllunar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.
6.Frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál - 2018020003
Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu), 128. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1006. fundi sínum 19. febrúar sl., og vísaði við velferðarnefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1006. fundi sínum 19. febrúar sl., og vísaði við velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
7.Frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 13. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi), 133. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1006. fundi sínum 19. febrúar sl. og vísaði til velferðarnefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1006. fundi sínum 19. febrúar sl. og vísaði til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
8.Frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1006. fundi sínum 19. febrúar sl. og vísaði til velferðarnefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1006. fundi sínum 19. febrúar sl. og vísaði til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
9.Frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál - 2018020003
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 12. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál. Umsagnarfrestur er til 2. mars nk.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1006. fundi sínum 19. febrúar sl. og vísaði til velferðarnefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1006. fundi sínum 19. febrúar sl. og vísaði til velferðarnefndar.
Lagt fram til kynningar.
10.Hugarafl í Ísafjarðarbæ - 2018040036
Lagt fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs vegna styrkbeiðni frá Hugarafli til Ísafjarðarbæjar. Umbeðin styrkupphæð er kr. 200.000,-.
Markmiðið er að auka vitund um geðheilbrigðismál og koma á fót stuðningshópi til eftirfylgni fyrir þá sem glíma við geðrænan vanda. Erindinu var einnig beint til Skóla- og tómstundasviðs.
Markmiðið er að auka vitund um geðheilbrigðismál og koma á fót stuðningshópi til eftirfylgni fyrir þá sem glíma við geðrænan vanda. Erindinu var einnig beint til Skóla- og tómstundasviðs.
Velferðarnefnd samþykkir að veita Hugarafli styrk að fjárhæð kr. 100.000,- til að hópurinn geti komið með fræðslu í Ísafjarðarbæ í maí 2018.
11.Greiðsla í orlofssjóð húsmæðra - 2015080044
Lögð fram skýrsla vegna orlofsferðar vestfirskra kvenna 2017 til Búdapest. Skýrsluna rituðu þær Þorgerður Karlsdóttir, Dagný Finnbjörnsdóttir og Steinunn Guðmundsdóttir.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?