Velferðarnefnd

371. fundur 25. september 2012 kl. 16:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 371. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá

1.Breyting á skipan í félagsmálanefnd. - 2011090093

Lagt fram bréf dags. 10. sept. s.l. frá Þorleifi Pálssyni bæjarritara Ísafjarðarbæjar þar sem tilkynnt er um breytingu á aðal- og varafulltrúa Í-lista í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar. Ari Klængur Jónsson tekur sæti sem aðalmaður í félagsmálanefnd í stað Jónu Benediktsdóttur og Jóna tekur sæti sem varamaður í stað Ara Klængs.

Félagsmálanefnd þakkar Jónu Benediktsdóttur fyrir samvinnu á tímabilinu og býður Ara Klæng velkominn til samstarfs.

2.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fjögur trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

3.Húsaleigubætur 2013 - 2012090040

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 5. september s.l. þar sem óskað er eftir upplýsingum um áætlun á heildargreiðslum sveitarfélaga á almennum húsaleigubótum fjárhagsárið 2013. Jafnframt lögð fram áætlun Ísafjarðarbæjar um greiðslur almennra húsaleigubóta á árinu 2013, en áætlunin miðast við grunnfjárhæðir.

Félagsmálanefnd samþykkir framkomnar tillögur starfsmanna um áætlun húsaleigubóta fyrir árið 2013.

4.Húsaleigubætur 2013 - 2012090040

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 5. september s.l. þar sem óskað er eftir upplýsingum um áætlun á heildargreiðslum sveitarfélaga á sérstökum húsaleigubótum fjárhagsárið 2013. Jafnframt lögð fram áætlun Ísafjarðarbæjar um greiðslur sérstakra húsaleigubóta á árinu 2013.

 Félagsmálanefnd samþykkir tillögu starfsmanna um áætlun sérstakra húsaleigubóta fyrir árið 2013.

5.Byggðasamlag - Ýmis erindi 2012 - 2012020063

Lagt fram bréf dags. 13. september s.l. frá Arnheiði Jónsdóttur er varðar drög að reglum Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks um styrki til náms- og verkfærakaupa fatlaðs fólks samkv. lögum nr. 59/1992. Óskað er eftir umsögn félagsmálanefndar um drögin.

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við drögin og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki reglurnar.

6.Sumardvöl í Reykjadal 2012 - styrkbeiðni - 2012090016

Lagt fram bréf dags. 20. ágúst s.l. frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra þar sem óskað er eftir þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Styrkbeiðnin nemur kr. 131.400,-.

Félagsmálanefnd samþykkir erindið og óskar eftir að það bókist á 02-890-9951.

7.Umsókn um að gerast dagforeldri - 2012090038

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags 10. september s.l. þar sem Una Lára Waage, óskar eftir leyfi til daggæslu barna í leikskólanum Bakkaskjóli í Hnífsdal.

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita umsækjanda leyfi til daggæslu í heimahúsi á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu.

Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna frá sex mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri í gæslu, skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.

8.Umsókn um að gerast dagforeldri - 2012090039

Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags 10. september s.l. þar sem Þórunn Halldórsdóttir óskar eftir leyfi til að starfa sem dagforeldri með Auði Helgadóttur, á heimili Auðar. Fyrir liggja samþykkt vottorð.

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu í heimahúsi á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu.

Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna frá sex mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri í gæslu, skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.

9.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar. - 2012090082

Fjárhagsáætlun fyrir fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2013.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun á sviðinu fyrir árið 2013.

10.Hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2012. - 2012090008

Lögð fram skýrsla Rannsóknar og greiningar um hagi og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2012.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?