Velferðarnefnd
1.Breyting á skipan í félagsmálanefnd. - 2011090093
2.Trúnaðarmál. - 2011090094
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
3.Húsaleigubætur 2013 - 2012090040
Félagsmálanefnd samþykkir framkomnar tillögur starfsmanna um áætlun húsaleigubóta fyrir árið 2013.
4.Húsaleigubætur 2013 - 2012090040
Félagsmálanefnd samþykkir tillögu starfsmanna um áætlun sérstakra húsaleigubóta fyrir árið 2013.
5.Byggðasamlag - Ýmis erindi 2012 - 2012020063
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar gerir ekki athugasemdir við drögin og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki reglurnar.
6.Sumardvöl í Reykjadal 2012 - styrkbeiðni - 2012090016
Félagsmálanefnd samþykkir erindið og óskar eftir að það bókist á 02-890-9951.
7.Umsókn um að gerast dagforeldri - 2012090038
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita umsækjanda leyfi til daggæslu í heimahúsi á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu.
Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna frá sex mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri í gæslu, skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.
8.Umsókn um að gerast dagforeldri - 2012090039
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu í heimahúsi á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu.
Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna frá sex mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri í gæslu, skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.
9.Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar. - 2012090082
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun á sviðinu fyrir árið 2013.
10.Hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ 2012. - 2012090008
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Félagsmálanefnd þakkar Jónu Benediktsdóttur fyrir samvinnu á tímabilinu og býður Ara Klæng velkominn til samstarfs.