Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Trúnaðarmál. - 2011090094
Tvö trúnaðarmál kynnt í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2.Móttaka kvótaflóttamanna á árinu 2018. - 2017120027
Lagt fram minnisblað Sædísar Maríu Jónatansdóttur vegna móttöku kvótaflóttamanna á árinu 2018, á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 2015.
Félagsmálanefnd fagnar því ef hægt verður að taka á móti flóttafólki sem nýjum íbúum í sveitarfélaginu á árinu 2018.
3.Reglur Ísafjarðarbæjar um félagslega liðveislu 2018 - 2017110067
Kynnt drög að endurskoðuðum reglum Ísafjarðarbæjar um félagslega liðveislu.
Málinu er frestað til næsta fundar nefndarinnar.
4.Reglur Ísafjarðarbæjar um ferliþjónustu 2018 - 2017110068
Kynnt drög að endurskoðuðum reglum Ísafjarðarbæjar um ferliþjónustu.
Málinu er frestað til næsta fundar nefndarinnar.
5.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega - 2017110061
Kynnt drög að endurskoðuðum reglum Ísafjarðarbæjar um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega ásamt minnisblöðum Sædísar Maríu Jónatansdóttur dags. 24. nóvember og 11. desember 2017.
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki reglurnar, með þeim orðalagsbreytingum á 8. grein reglnanna sem ræddar voru á fundinum.
6.Breytingar varðandi fjármögnun á rekstri Vesturafls - 2016060091
Kynnt drög að þjónustusamningi milli Ísafjarðarbæjar og Geðræktarmiðstöðvarinnar Vesturafls.
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að vinna áfram að gerð samnings við Vesturafl.
7.Heimaþjónusta - 2017030015
Kynnt drög að endurskoðuðum reglum um félagslega heimaþjónustu.
Félagsmálanefnd felur starfmönnum fjölskyldusviðs að vinna reglurnar áfram.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?