Velferðarnefnd
Dagskrá
Steinþór Bragason boðaði forföll en í hans stað fætti Arna Ýr Kristinsdóttir. Sólveig S. Guðnadóttir boðaði forföll og enginn kom í hennar stað.
1.Trúnaðarmál. - 2011090094
Þrjú trúnaðarmál kynnt í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2.Málþing um innleiðingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - 2017040031
Lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Hinriksdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 12. apríl sl., þar sem kynnt er málþing sem sambandið er að vinna að ásamt Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum, Landssamtökunum Þroskahjálp og Öryrkjabandalagi Íslands. Meginumfjöllunarefni málþingsins er hvaða þýðingu sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðs fólks hefur fyrir sveitarfélögin sem stjórnvöld og þjónustuaðila. Málþingið verður haldið frá kl. 13:00 til 17:00 þriðjudaginn 16. maí n.k.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 972. fundi sínum, 24. apríl sl., og vísaði því til félagsmálanefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 972. fundi sínum, 24. apríl sl., og vísaði því til félagsmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.
3.Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042
Lagt fram á ný erindi frá Alzheimersamtökunum dags 7. febrúar s.l. þar sem samtökin óska eftir styrk vegna fyrirhugaðs málþings á Ísafirði.
Félagsmálanefnd samþykkir að veita Alzheimersamtökunum allt að kr. 50.000,- í styrk vegna fyrirhugaðs málþings á Ísafirði.
4.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045
Lagður fram tölvupóstur frá Rún Knútsdóttur dags 11. apríl 2017, ásamt fylgiskjali, er varðar ábendingar félags- og jafnréttisráðherra til sveitarfélaga vegna sérstaks húsnæðisstuðnings. Ráðherra beinir því til sveitarfélaga að taka tillit til leiðbeinandi reglna velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning, um að meta skuli þörf fyrir slíkan stuðning á grundvelli framfærslubyrði og félagslegra aðstæðna í stað þess að byggja einungis á hlutlægum tekju- og eignaviðmiðum. Jafnframt lögð fram drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning í Ísafjarðarbæ.
Félagsmálanefnd samþykkir framlögð drög að breytingum á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning en felur starfsmanni að breyta orðalagi í framlögðum drögum. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning í Ísafjarðarbæ verði samþykktar, í samræmi við ábendingar félags- og jafnréttisráðherra.
5.Fjárhagsaðstoð - 2012120016
Lögð fram drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð í Ísafjarðarbæ. Breytingarnar snúa að 11. og 19. grein reglnanna.
Félagsmálanefnd samþykkir framlögð drög en felur starfsmanni að gera breytingar á orðalagi í drögunum. Félagsmálanefnd leggur til að bæjarstjórn samþykki framlagðar breytingar á reglunum. Breytingar á reglunum varða greinar 1, 11, 14 og 19.
6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017 - 2017020032
Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 10. mars sl. þar sem umsagnar er óskað um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál. Umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk.
Bæjarráð vísaði málinu til félagsmálanefndar á 968. fundi sínum 20. mars sl.
Bæjarráð vísaði málinu til félagsmálanefndar á 968. fundi sínum 20. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
7.Öldungaráð, fundargerðir. - 2016090043
Lögð fram fundargerð frá 6. fundi öldungaráðs Ísafjarðarbæjar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tekið verði tillit til óska og sjónarmiða öldungaráðs við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
8.Þjónandi leiðsögn - kynningarrit - 2017050006
Lagt fram kynningarrit frá Akureyrarbæ um Þjónandi leiðsögn sem hefur verið grundvallarþáttur í hugmyndafræði og aðferðum búsetusviðs Akureyrarbæjar í þjónustu við einstaklinga með fötlun.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?