Velferðarnefnd
Dagskrá
Guðjón Már Þorsteinsson komst ekki en í hans stað mætti Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg.
1.Trúnaðarmál. - 2011090094
Þrjú trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2.Fjárhagsaðstoð - 2012120016
Lögð fram drög að nýjum reglum um fjárhagsaðstoð fyrir Ísafjarðarbæ.
Unnið að endurskoðun reglnanna. Starfsmönnum er falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og falið að fullklára reglurnar fyrir næsta fund nefndarinnar.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027
Lögð fram framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014, stöðu- og árangursmat sem velferðarráðuneytið gaf út í október s.l. ásamt tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017-2021.
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar félagsmálanefndar.
4.Öldungaráð, fundargerðir. - 2016090043
Lögð fram fundargerð 4. fundar öldungaráðs Ísafjarðarbæjar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands 2015-2016 - 2016110036
Lögð fram ársskýrsla Öryrkjabandalags Íslands 2015-2016.
Ársskýrslan lögð fram til kynningar.
6.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:05.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?