Velferðarnefnd
1.Jafnréttisáætlun - 2010050008
2.Trúnaðarmál. - 2011090094
Trúnaðarmál afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
3.Leyfi til daggæslu í heimahúsi - 2012040011
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu í heimahúsi á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu.
Dagforeldrinu er heimilað að gæta fjögurra barna, frá 6 mánaða aldri. Ekki er heimilt að á hverjum tíma séu fleiri en tvö börn undir eins árs aldri.
4.Þjónustuíbúðir á Tjörn. - 2012010026
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að málinu og leggja frekari upplýsingar fyrir næsta fund nefndarinnar. Félagsmálanefnd vill vekja athygli á að í fjárhagsáætlun var ekki gert ráð fyrir sumarlokun á Tjörn sumarið 2012 og þeim kostnaði sem af henni hlýst.
5.Umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra 2012 - 2012010081
Félagsmálanefnd þakkar styrkinn.
6.Sumarþjónusta við fötluð börn sumarið 2012. - 2012040033
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga um aukið fjármagn sem nemur kr. 1.185.803,- vegna sumarþjónustu við fötluð börn sumarið 2012.
7.Fundargerðir 2010/2011 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042
Umræður um fundargerðina.
8.Skýrsla um félagsþjónustu fyrir árið 2011. - 2012040034
Starfsfólki fjölskyldusviðs er falið að bera saman skýrslur síðustu þriggja ára og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
A) 2010-09-0013. Gunnar Þórðarson lagði fram fyrirspurn um kostnað sem féll á Ísafjarðarbæ vegna yfirtöku á málefnum fatlaðra á árinu 2011. Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir kostnaðinum.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að tryggja að allar nefndir fái drögin til umsagnar svo fljótt sem auðið er og að umsögnum hafi verið skilað í síðasta lagi þann 25. maí n.k.