Velferðarnefnd
Dagskrá
Guðjón Már Þorsteinsson mætti ekki og enginn í hans stað. Sólveig Sigríður Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.
1.Trúnaðarmál. - 2011090094
Fjögur trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2.Stígamót - styrkbeiðni - 2016090015
Lagt fram erindi frá Stígamótum dags. 6. september sl. þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 600.000,- vegna viðtalsþjónustu samtakanna á Ísafirði. Þjónustan er fyrir brotaþola kynferðisofbeldis og aðstandendur þeirra.
Félagsmálanefnd frestar afgreiðslu á styrkbeiðninni til næsta fundar nefndarinnar og felur starfsmönnum að afla frekari upplýsinga um erindið.
3.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri á fjölskyldusviði sagði frá vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.
Umræður um fjárhagsáætlunina.
4.Móttökuáætlun innflytjenda - 2015010086
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs sagði frá vinnu við gerð móttökuáætlunar nýrra íbúa.
Umræður um móttökuáætlunina.
5.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092
Lagðar fram fundargerðir verkefnahóps BsVest frá fundum 53 til 55.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar og umræður um þær.
6.Fundargerðir stjórnar BSVest. - 2015030003
Lagðar fram fundargerðir stjórnar BsVest frá fundum 2 til 5.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og umræður um þær.
7.Öldungaráð, fundargerðir. - 2016090043
Lagðar fram fundargerðir Öldungaráðs Ísafjarðarbæjar frá fundum 1 og 2.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og umræður um þær.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?