Velferðarnefnd
Dagskrá
1.Námskeið um öryggismál aldraðra. - 2012030030
Hrefna Magnúsdóttir frá Rauða krossinum kom og greindi frá námskeiði um öryggismál aldraðra.
2.Trúnaðarmál. - 2011090094
Fimm trúnaðarmál lögð fram.
Trúnaðarmál afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók.
3.Undanþága vegna fjölda barna í daggæslu. - 2012010012
Samkvæmt upplýsingum starfsmanna er ekki að finna fordæmi fyrir veitingu undanþágu skv. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.
Félagsmálanefnd staðfestir því afgreiðslu frá 10. janúar s.l. á grundvelli reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.
4.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsaleigubætur. - 2012030031
Lagt fram erindi frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 112. mál.
Starfsmönnum fjölskyldusviðs falið að skrifa umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
5.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092
Lagðar fram fundargerðir 15. og 16. fundar verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál.
Fjárfestingar á fjölskyldusviði.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs ræddi hugmyndir um fjárfestingar á fjölskyldusviði með tilliti til þriggja ára áætlunar.
Fjárfestingar á fjölskyldusviði.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs ræddi hugmyndir um fjárfestingar á fjölskyldusviði með tilliti til þriggja ára áætlunar.
Fundi slitið.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Félagsmálanefnd þakkar fyrir góða kynningu og frábært framtak Rauða krossins með gerð þessa námskeiðs.