Velferðarnefnd

410. fundur 25. ágúst 2016 kl. 16:00 - 17:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Magnús Þór Bjarnason varaformaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Sólveig Guðnadóttir mætti ekki til fundar og enginn í hennar stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Eitt trúnaðarmál lagt fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis erindi og fundargerðir 2016 - 2016020019

Lagður er fram tölvupóstur Vigdísar Häsler, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, frá 4. maí sl. ásamt tölvupósti Lilju Borgar Viðarsdóttur, skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga í innanríkisráðuneytinu, varðandi orðsendingu verkefnisstjórnar um jafnt búsetuform barna.
Lagt fram til kynningar.

3.Sumardvöl fatlaðra barna í Reykjadal 2014-2016 - 2014090056

Lagt fram erindi frá Vilmundi Gíslasyni framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra dags. 10. ágúst 2016, þar sem óskað er eftir þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða í Reykjadal fyrir fötluð börn og ungmenni.
Félagsmálanefnd samþykkir að veita umbeðinn styrk að fjárhæð kr. 147.000,-.

4.Húsfélag Hlífar II, ársreikningur 2015. - 2016070045

Lagður fram ársreikningur fyrir Húsfélag Hlífar II fyrir árið 2015, ásamt skýrslu stjórnar fyrir sama ár.
Lagt fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

Lagður fram tölvupóstur dags. 20. júlí sl. frá Maríu Sæmundsdóttur, sérfræðingi hjá velferðarráðuneytinu, þar sem óskað er eftir umsögnum og athugasemdum við frumvarp til nýrra laga um þjónustu við fatlað fólk með sérstakar þjónustuþarfir og frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar vill gera eftirfarandi athugasemdir við drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum.

d liður. Skipulag: Í fimmtu grein myndi félagsmálanefnd vilja leggja til að í stað þess að samstarfssveitarfélög eigi sér áheyrnarfulltrúa í félagsmálanefnd þá séu nefndirnar mannaðar hlutfallslega miðað við fjölda íbúa í þeim sveitarfélögum sem aðild eiga að samstarfinu. Kostnaði við nefndina yrði skipt hlutfallslega.

g liður: Samráð við notendur: Í áttundu grein þyrfti að koma til nánari útfærsla á notendaráðum.

11. gr. Akstursþjónusta: Í fertugustu og þriðju grein telur félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar að hún gefi fyrirheit um hærra þjónustustig en minni sveitarfélögum er unnt að veita.

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur brýnt að fjárhagsaðstoðarkaflinn verði endurskoðaður hið fyrsta.

6.Fjárhagsaðstoð - 2012120016

Lagt fram vinnuskjal með drögum að nýjum reglum um fjárhagsaðstoð.
Umræður um nýjar reglur. Starfsmanni falið að vinna áfram að reglunum.

Fundi slitið - kl. 17:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?