Velferðarnefnd

406. fundur 09. febrúar 2016 kl. 16:00 - 17:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Helga Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri í félagsþjónustu
Dagskrá
Guðjón Már Þorsteinsson mætti ekki og enginn í hans stað. Sólveig S. Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.
Hildur E. Pétursdóttir mætti til fundar kl. 16:30.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Fjögur trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu.
Trúnaðarmálin afgeidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 5. febrúar 2016 þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar fagnar tillögunni.

3.Úrskurðarnefnd velferðarmála. - 2016020022

Lagt fram erindi sem barst með tölvupósti þann 21. janúar 2016 þar sem tilkynnt er um að þann 1. janúar s.l. voru úrskurðar- og kærunefndir sem starfað hafa á málefnasviði velferðarráðuneytisins sameinaðar í eina nefnd sem ber heitið: Úrskurðarnefnd velferðarmála. Um nefndina gilda lög nr. 85/2015.
Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2010-2013 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lögð fram fundargerð frá 54. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

5.Fundargerðir Þjónustuhópur aldraðra 2007- - 2007030053

Lagðar fram fundargerðir þjónustuhóps aldraðra frá fundum 77 til 80.
Lagt fram til kynningar.
Margrét Geirsdóttir fór af fundi.

6.Félagsmálanefnd - 406 - 1602009F

Fundargerð 406. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 9. febrúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.

7.Reglur Ísafjarðarbæjar um þjónustuíbúðir á Hlíf og Tjörn. - 2016010028

Lögð fram drög að nýjum reglum um þjónustuíbúðir aldraðra í Ísafjarðarbæ. Reglurnar hafa verið í endruskoðun hjá þjónustuhópi aldraðra.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar felur starfsmanni að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum. Nefndin samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?