Velferðarnefnd

402. fundur 29. október 2015 kl. 16:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Helga Björk Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Arna Ýr Kristinsdóttir varamaður
  • Sólveig Guðnadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðjón Már Þorsteinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Anna Valgerður Einarsdóttir deildarstjóri barnaverndar
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 402. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Hildur Elísabet Pétursdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Arna Ýr Kristinsdóttir.
Harpa Guðmundsdóttir og Harpa Lind Kristjánsdóttir mættu til fundar.

1.Fjölsmiðja - samstarfsverkefni Starfsendurhæfingar og Vesturafls - 2014090066

Harpa Guðmundsdóttir forstöðumaður Vesturafls geðræktarmiðstöðvar og Harpa Lind Kristjánsdóttir forstöðumaður Starfsendurhæfingar Vestfjarða mættu til fundarins og kynntu hugmynd að fjölsmiðju sem er samstarfsverkefni þeirra og unnið hefur verið að frá árinu 2014. Þær lögðu fram erindi til Ísafjarðarbæjar dags. 12. október s.l., kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og skjal sem sýnir rekstur annarra fjölsmiðja.
Forstöðumennirnir kynntu framlagt erindi sitt þar sem óskað er eftir formlegri viljayfirlýsingu frá Ísafjarðarbæ um að taka þátt í rekstri fjölsmiðjunnar.
Harpa Guðmundsdóttir og Harpa Lind kristjánsdóttir fóru af fundi.

Gestir

  • Harpa Guðmundsdóttir
  • Harpa Lind Kristjánsdóttir
Margrét Halldórsdóttir og Hlynur Snorrason mættu til fundar.

2.Fundur með félagsmálanefnd 29. okt. 2015 - 2015100059

Hlynur Snorrason og Margrét Halldórsdóttir fulltrúar Vá Vest mættu til fundarins.
Hlynur og Margrét kynntu starf og helstu verkefni Vá Vest sem vinnur að forvarnarmálum á norðanverðum Vestfjörðum.
Margrét Halldórsdóttir og Hlynur Snorrason fóru af fundi.

Gestir

  • Hlynur Snorrason
  • Margrét Halldórsdóttir

3.Trúnaðarmál. - 2011090094

Níu trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

4.Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs gerði grein fyrir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.
Fjallað var um sérstaka þætti fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016 og mun nefndin funda þann 3. nóvember til þess að fjalla nánar um fjárhagsáætlunina.

5.Breytingar á félagsstarfi aldraðra á Þingeyri - 2015100050

Lagt fram erindi frá Ástu Guðríði Kristinsdóttur umsjónarkonu félagsstarfs aldraðra á Þingeyri þar sem hún óskar eftir því að félagsstarfið verði aftur opið á mánudögum og fimmtudögum eins og áður var. Ásta vísar til vilja meirihluta notenda.
Félagsmálanefnd samþykkir tillögu umsjónarkonu félagsstarfsins með vísan til niðurstöðu könnunar sem gerð var af henni.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

Lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis dags 5. október s.l. þar sem félagsmálanefnd er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um bráðaaðgerðir til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegum kjörum, 15. mál.
Lagt fram til kynningar.

7.Samstarfsbeiðni Sólstafa Vestfjarða - 2015040006

Lagt fram erindi frá Sólstöfum Vestfjarða dags. 20. október 2015 þar sem óskað er eftir styrk vegna starfsemi félagsins á norðanverðum Vestfjörðum. Jafnframt lögð fram kostnaðaráætlun fyrir Sólstafi. Umbeðinn styrkur nemur kr. 717.797,- á ári.
Félagsmálanefnd telur sér ekki fært að mæla með því við bæjarstjórn að samtökunum verði veittur styrkur sem nemur umbeðinni upphæð. Félagsmálanefnd vill þó árétta vilja sinn til að mæla með styrk til Sólstafa.
Þóra Marý Arnórsdóttir fór af fundi kl. 18:20.
Sólveig Sigríður Guðnadóttir og Arna Ýr Kristinsdóttir fóru af fundi.

8.Umsókn um að gerast dagforeldri - 2015090048

Lögð fram á ný umsókn frá Örnu Ýr Kristinsdóttur um að gerast dagforeldri en afgreiðslu umsóknarinnar var frestað á síðasta fundi nefndarinnar þann 24. september s.l.
Félagsmálanefnd hefur það hlutverk að fjalla um umsóknir einstaklinga um að annast daggæslu í heimahúsum, samanber reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005. Samkvæmt reglugerðinni eru leyfisveitingar háðar skilyrðum s.s. hæfi umsækjanda, húsakynnum, umhverfi og brunavörnum.

Við afgreiðslu umsókna þarf að gera úttekt á aðstöðu umsækjanda. Í ljósi þess að slíkt mat hefur ekki verið gert sér félagsmálanefnd sér ekki fært að samþykkja umsóknina.

Félagsmálanefnd tekur ekki afstöðu til þess hvort viðkomandi ætli sér einungis að gæta eigin barns eða hvort hann hafi í hyggju að taka að sér gæslu annarra barna.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?