Velferðarnefnd

400. fundur 20. ágúst 2015 kl. 16:00 - 17:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Björk Elíasdóttir formaður
  • Helga Björk Jóhannsdóttir varamaður
  • Hildur Elísabet Pétursdóttir aðalmaður
  • Steinþór Bragason aðalmaður
  • Magnús Þór Bjarnason varamaður
Starfsmenn
  • Sædís María Jónatansdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Þóra Marý Arnórsdóttir deildarstjóri fötlunarþjónustu
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir 400. fundur félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar
Dagskrá
Aron Guðmundsson boðaði forföll og í hans stað mætti Magnús Þór Bjarnason. Harpa Henrysdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Helga Björk Jóhannsdóttir. Sólveig S. Guðnadóttir mætti ekki og engin í hennar stað.

1.Trúnaðarmál. - 2011090094

Tvö túnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.Daggæsla í heimahúsi - 2014110042

Lagt fram minnisblað dags. 10. ágúst 2015 frá Sigurlínu Jónasdóttur skóla- daggæslu- og sérkennslufulltrúa vegna umsóknar Ástrúnar Þórðardóttur kt. 140593-3039 um að bæta við sig fimmta barninu í daggæsluna.

Ástrún er með leyfi til að starfa sem dagforeldri frá 1. desember 2014. Samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 þarf að líða ár áður en heimilt er að bæta við fimmta barninu.

Félagsmálanefnd samþykkir erindið.

3.Málefni eldri borgara - 2015060027

Á 888. fundi bæjarráðs var lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 4. júní sl., í kjölfar fundar hans með formanni Félags eldri borgara á Ísafirði.
Bæjarráð tekur fram að stofnun öldungaráðs er á lokametrunum og hefur drögum að samþykktum öldungaráðs verið vísað til bæjarstjórnar. Bæjarráð fagnar umræðunni um húsnæðisþörf eldri borgara og vísar erindinu að öðru leyti en varðar öldungaráð til félagsmálanefndar.
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að svara erindi Félags eldri borgara á Ísafirði í samræmi við umræður á fundinum og í samráði við formann félagsmálanefndar.
Hildur Elísabet Pétursdóttir fór af fundi.

4.Húsfélag Hlífar II, ársreikningur 2014. - 2015080051

Lagður fram ársreikningur Húsfélags Hlífar II fyrir árið 2014.
Ársreikningur lagður fram til kynningar.

5.Ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2014. - 2015080050

Lögð fram ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða, ásamt ársreikningi fyrir árið 2014.
Lagt fram til kynningar.

6.Félagsráðgjafarstofan. - 2015080049

Lagt fram erindi frá Írisi Eik Ólafsdóttur hjá Félagsráðgjafarstofunni dags. 17. ágúst s.l. þar sem kynnt er starfsemi stofunnar.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092

Lagðar fram fundargerðir verkefnahóps BsVest frá fundum nr. 47, 48 og 49.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar og umræður um efni þeirra.

8.Fundargerðir 2010-2013 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042

Lagðar fram fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis frá fundum 45 til 51.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?